Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 16:15

GF: Róbert og Erik Marcus sigruðu á Icelandair Hótel Flúðir mótinu

Golfmótinu Hótel Flúðir sem var Texas scramble mót lauk rétt í þessu. Keppendur voru tæplega 100 talsins og veður var mjög gott, logn og skýjað.

Leikinn var Texas Scramble – höggleikur m/forgjöf, þ.e. samanlögð leikforgjöf deilt með 4.

  thumbsCreator 16-12-04

Úrslit voru sem hér segir:

1. sæti – Róbert Pettersson GKG og Erik Marcus Pettersson GKG – 61 högg

2. sæti – Elís Rúnar Elísson GKJ og Elís Rúnar Víglundsson GKJ – 62 högg

3. sæti – Halldór Svanbergsson GKG og Óli Már Guðmundsson GKG – 63 högg

Guðbjörg Elín GO og Bragi Þorsteinn GO voru einnig á 63 höggum, en þeir Halldór og Óli Már voru með betra skor á seinni 9 holum vallarins m/forgj.

 

Næst holu:

1. hola – Hjörtur Freyr GK – 3,26 m.

9. hola – Geir Friðgeirsson – 1,36 m.

 

Lengsta teighögg karla – Svavar Geir Pálmarsson GF

Lengsta teighögg kvenna – Anna Gréta Sigurbjörnsdóttir GK