Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 15:15

Íslandsbankamótaröðin (6): Anna Sólveig og Ísak Íslandsmeistarar í höggleik 17-18 ára

Keiliskrakkar náðu Íslandsmeistaratitlum bæði í pilta- og stúlknaflokki á Íslandsmótinu í höggleik unglinga, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru, dagana 9.-11. ágúst 2013 og lauk í dag.

Ísak Jasonarson úr Golfklúbbnum Keili er Íslandsmeistari í flokki pilta 17-18 ára á Íslandsbankamótaröðinni. Ísak lék frábært golf á lokahringnum í dag þegar hann lék Hólmsvöll í Leiru á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Íslandsmeistarinn lék hringina þrjá á 224 höggum eða átta yfir pari. Í öðru sæti varð Egill Ragnar Gunnarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 225 höggum eða níu yfir pari og þriðji varð Stefán Bogi Bogason úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 226 höggum, tíu yfir pari.

Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í höggleik í flokki stúlkna 17-18 ára. Anna Sólveig lék hringina þrjá á 229 höggum eða á 13 höggum yfir pari og sigraði því með 14 högga mun. Í öðru sæti varð Sara Margrét Hinriksdóttir úr Golfklúbbnum Keili eftir bráðabana við Gunnhildi Kristjánsdóttur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar, þær stöllur léku hringina þrjá á 243 höggum.

Staða verðlaunahafa í pilta- og stúlknaflokki: 

Piltar 17-18 ára
1.sæti Ísak Jasonarson GK 73+80+71 = 224 +8
2.sæti Egill Ragnar Gunnarsson GKG 76+74+75 = 225 +9
3.sæti Stefán Þór Bogason GR 75+75+76 = 226 +10

Stúlkur 17-18 ára
1.sæti Anna Sólveig Snorradóttir GK 78+76+75 = 229 +13
2.sæti Sara Margrét Hinriksdóttir GK 81+80+82 = 243 +27, eftir bráðabana
3.sæti Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 81+81+81 = 243 +27

Heildarúrslit í pilta og stúlknaflokki á 6. mót Íslandsbankamótaraðarinnar – Íslandsmótinu í höggleik unglinga má sjá hér að neðan:

Stúlknaflokkur: 

1 Anna Sólveig Snorradóttir GK 4 F 39 36 75 3 78 76 75 229 13
2 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 7 F 43 39 82 10 81 80 82 243 27
3 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 9 F 42 39 81 9 81 81 81 243 27
4 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 8 F 40 37 77 5 86 84 77 247 31
5 Bryndís María Ragnarsdóttir GK 13 F 40 44 84 12 82 82 84 248 32
6 Helga Kristín Einarsdóttir NK 10 F 42 43 85 13 89 86 85 260 44
7 Stefanía Elsa Jónsdóttir GA 13 F 47 42 89 17 90 88 89 267 51
8 Helga Kristín Gunnlaugsdóttir NK 11 F 46 43 89 17 93 85 89 267 51
9 Hrafnhildur Guðjónsdóttir GO 15 F 44 42 86 14 98 90 86 274 58
10 Hanna María Jónsdóttir GK 17 F 52 44 96 24 96 98 96 290 74

Piltaflokkur: 

1 Ísak Jasonarson GK 5 F 39 32 71 -1 73 80 71 224 8
2 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 2 F 38 37 75 3 76 74 75 225 9
3 Stefán Þór Bogason GR 5 F 40 36 76 4 75 75 76 226 10
4 Aron Snær Júlíusson GKG 1 F 37 38 75 3 80 72 75 227 11
5 Ævarr Freyr Birgisson GA 5 F 40 39 79 7 78 73 79 230 14
6 Eyþór Hrafnar Ketilsson GA 8 F 38 36 74 2 81 78 74 233 17
7 Kristinn Reyr Sigurðsson GR 5 F 38 38 76 4 78 79 76 233 17
8 Árni Freyr Hallgrímsson GR 5 F 39 36 75 3 77 82 75 234 18
9 Sindri Snær Alfreðsson GL 7 F 41 37 78 6 79 78 78 235 19
10 Ernir Sigmundsson GR 6 F 41 39 80 8 78 77 80 235 19
11 Ástgeir Ólafsson GR 5 F 41 38 79 7 79 79 79 237 21
12 Benedikt Árni Harðarson GK 5 F 41 40 81 9 79 77 81 237 21
13 Bogi Ísak Bogason GR 6 F 40 40 80 8 82 75 80 237 21
14 Björn Andri Bergsson GR 11 F 45 41 86 14 82 86 168 24
15 Gústaf Orri Bjarkason GK 11 F 48 38 86 14 76 78 86 240 24
16 Ottó Axel Bjartmarz GO 8 F 44 39 83 11 83 74 83 240 24
17 Eiður Ísak Broddason NK 7 F 42 37 79 7 75 88 79 242 26
18 Guðni Valur Guðnason GKJ 6 F 39 40 79 7 82 81 79 242 26
19 Orri Bergmann Valtýsson GK 6 F 40 36 76 4 84 83 76 243 27
20 Sigurður Erik Hafliðason GR 11 F 44 40 84 12 84 78 84 246 30
21 Skúli Ágúst Arnarson GO 9 F 42 40 82 10 85 81 82 248 32
22 Daníel Andri Karlsson GKJ 15 F 40 45 85 13 85 80 85 250 34
23 Albert Garðar Þráinsson GO 15 F 43 45 88 16 84 81 88 253 37
24 Björn Leví Valgeirsson GKG 12 F 44 41 85 13 89 80 85 254 38
25 Arnar Geir Hjartarson GSS 7 F 42 41 83 11 87 84 83 254 38
26 Birgir Rúnar Steinarsson Busk GHG 8 F 44 40 84 12 89 83 84 256 40
27 Óskar Jóel Jónsson GA 10 F 43 43 86 14 85 88 86 259 43