Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 11:00

PGA Championship í beinni

Nú er komið að því.  Úrslitin ráðast í kvöld á 4. og síðasta risamóti ársins 2013 hjá karlkylfingunum.

PGA Championship fer að þessu sinni fram á Austurvelli (East Course) í Oak Hill golfklúbbnum í Rochester, New York.

Fyrir lokahringinn, sem þegar er hafinn leiðir Jim Furyk hefir 1 höggs forystu á Jason Dufner og ljóst að þeim tveir a.m.k. munu bítast um sigur í mótinu!  Á hæla þeirra eru síðan Svíarnir Henrik Stenson og Jonas Blixt, sem langar voða mikið til að verða fyrstu Norðurlandabúarnir til að vinna risamót!  Litlu á eftir eru síðan Adam Scott og Steve Sticker.  Hver stendur uppi sem PGA Champion risamótsmeistari í kvöld?

Golfveisla framundan í dag og kvöld og má  fylgjast með í beinni með því að SMELLA HÉR: 

Útsending hófst kl. 10:00.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með gengi stórstjarna golfheimsins á skortöflu SMELLIÐ HÉR: