
GK: Helgi Runólfsson var á besta skorinu í Epli.is Opið 2013
Í gær 10. ágúst 2013 fór fram á Hvaleyrinni Epli.is Opið mótið.
Þátttakendur voru 179 þar af 9 kvenkylfingar.
Verðlaunin voru glæsileg og sama er að segja um skorin í mótinu!
Helgi Runólfsson, GK, spilaði heimavöllinn á 3 undir pari, 68 glæsihöggum og var á besta skori mótsins. Hann hlaut að launum IPad4 – 16 GB WiFi.
Sömu verðlaun hlaut Jón Þórðarson, GK, sem var í efsta sætinu í punktakeppninni með 39 punkta (18 punkta á seinni 9). Í 2. sæti í punktakeppninni varð Guðmundur Haraldsson, GK líka með 39 punkta (18 punkta á seinni ) og hlaut hann í verðlaun IPad Mini – 16 GB WiFi; í 3. sæti í punktakeppninni varð Andri Már Ólafsson, GK , á 39 punktum (17 punkta á seinni 9) og hlaut hann IPod Touch 32 GB í verðlaun. Í 4. sæti á 38 punktum varð Benedikt Sveinsson, GK með 38 punkta (19 punkta á seinni 9) og á sama punktafjölda í 5. sæti varð Helgi Runólfsson, en hann tók ekki verðlaun fyrir 5. sætið – þau hlaut Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage, GK, sem var með 37 punkta (þar af 20 punkta á seinni 9).
Aðrir sem hlutu verðlaun í mótinu voru eftirfarandi:
Nándarverðlaun
4. braut Pétur Krogh Ólafsson GÁS 1,12 cm
6. braut Gylfi Sigfússon GR 3,23 cm
10. braut Sigurborg Eyjólfsdóttir GK 79 cm
16. braut Lýður Vignisson GK 1,15cm
Aukaverðlaun
Lengsta upphafshögg á 13. Braut. Kristján Kristjánsson GK
Næstur holu í 2 höggum á 18. Holu. Ívar Jónsson GK 0 cm
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024