Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 10:30

GK: Helgi Runólfsson var á besta skorinu í Epli.is Opið 2013

Í gær 10. ágúst 2013 fór fram á Hvaleyrinni Epli.is Opið mótið.

Þátttakendur voru 179 þar af 9 kvenkylfingar.

Verðlaunin voru glæsileg og sama er að segja um skorin í mótinu!

Helgi Runólfsson, GK, spilaði heimavöllinn á 3 undir pari, 68 glæsihöggum og var á besta skori mótsins. Hann hlaut að launum IPad4 – 16 GB WiFi.

Sömu verðlaun hlaut Jón Þórðarson, GK, sem var í efsta sætinu í punktakeppninni með 39 punkta (18 punkta á seinni 9).    Í 2. sæti í punktakeppninni varð Guðmundur Haraldsson, GK líka með 39 punkta  (18 punkta á seinni ) og hlaut hann í verðlaun IPad Mini – 16 GB WiFi; í 3. sæti í punktakeppninni varð Andri Már Ólafsson, GK , á 39 punktum  (17 punkta á seinni 9) og hlaut hann IPod Touch 32 GB í verðlaun. Í 4. sæti á 38 punktum varð Benedikt Sveinsson, GK með 38 punkta (19 punkta á seinni 9)  og á sama punktafjölda í 5. sæti varð Helgi Runólfsson, en hann tók ekki verðlaun fyrir 5. sætið – þau hlaut Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage, GK, sem var með 37 punkta (þar af 20 punkta á seinni 9).

Aðrir sem hlutu verðlaun í mótinu voru eftirfarandi:

Epli.is á Hvaleyrinni. Mynd: Golf 1

Epli.is á Hvaleyrinni. Mynd: Golf 1

Nándarverðlaun 

4. braut Pétur Krogh Ólafsson GÁS 1,12 cm

6. braut Gylfi Sigfússon GR 3,23 cm

10. braut Sigurborg Eyjólfsdóttir GK 79 cm

16. braut Lýður Vignisson GK 1,15cm

Aukaverðlaun 

Lengsta upphafshögg á 13. Braut. Kristján Kristjánsson GK

Næstur holu í 2 höggum á 18. Holu. Ívar Jónsson GK 0 cm

Ívar Jónsson, GK, fékk glæsilegan örn á par-4 18. braut Hvaleyrarinnar og hlaut að launum verðalun fyrri að vera næstur holu í 2 höggum!!! Mynd: GK

Ívar Jónsson, GK, fékk glæsilegan örn á par-4 18. braut Hvaleyrarinnar og hlaut að launum verðalun fyrir að vera næstur holu í 2 höggum Ívar fékk örn – 2. höggið hans fór í „gegnum glerið“ og beint ofan í holu. Glæsilegt!!! Mynd: GK