Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól & félagar í 17. sæti
Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM og félagar í Roger State University tóku þátt í Tulsa Cup. Mótið fór fram í Meadowbrook Country Club í Tulsa, Oklahoma, dagana 25.-26. október sl. Þátttakendur voru 94 frá 18 háskólum. Kristín Sól lék í B-liði Roger State í mótinu og sem varð í 17. sæti í liðakeppninni. Kristín Sól var á 2. besta skori í liði sínu, en varð T-66 í einstaklingskeppninni á samtals 31 yfir pari (83 81 83). Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Kristínar Sól og Roger State er á vormisseri 2022.
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Ármannsson – 3. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhannes Ármannsson. Jóhannes er fæddur 3. nóvember 1969 og er því 52 ára afmæli í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness. Jóhannes er kvæntur og á einn son, Davíð Ólaf. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum með daginn hér að neðan: Jóhannes Ármannsson. Mynd: Golf 1 Jóhannes Ármannsson – Innilega til hamingju með 52 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sue Daniels, áströlsk, 3. nóvember 1958 (63 ára); Michael Paul Springer, 3. nóvember 1965 (56 ára); Hk Konfekt (46 ára) Guðbjörg Þorsteinsd, 3. Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Anna Katrín Sverrisdóttir og Dave Stockton – 2. nóvember 2021
Afmæliskyfingar dagsins eru tveir: Anna Katrín Sverrisdóttir og Dave Stockton. Dave Knapp Stockton fæddist 2. nóvember 1941 í San Bernardino, Kaliforníu og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1964 eftir veru í University of Southern Californía. Hann á að baki 25 sigra sem atvinnumaður, þar af 10 á PGA Tour. Stockton hefir tvívegis sigrað á risamótum, þ.e. PGA Championship árin 1970 og 1976. Árangur hans í öðrum risamótum er líka góður hann deildi t.a.m. 2. sætinu á Masters 1974 og Opna bandaríska 1978. Stockton hefir spilað á Seniors Tour (nú Champions Tour) frá árinu 1991 og sigrað þar 14 sinnum. Stockton var í Ryder Cup Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gary Player – 1. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er ein af golfgoðsögnunum 3, Gary Player. Hinar eru auðvitað Arnold Palmer og Jack Nicklaus, sem ekki eiga afmæli í dag! Gary Player fæddist 1. nóvember 1935 í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og er því 86 ára afmæli í dag. Gary sigraði 9 sinnum í risamótum á ferli sínum sem atvinnumaður í golfi: Masters: 1961, 1974, 1978 Opna bandaríska: 1965 Opna breska: 1959, 1968, 1974 PGA Championship: 1962, 1972. Gary Player eftir einn af risamótssigrum sínum Þessir 9 sigrar ásamt 9 sigrum hans á risamótum Champions Tour gera það að verkum að hann er álitinn einn af yfirburðakylfingum í sögu golfsins. Gary Player var tekinn í frægðarhöll kylfinga (World Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Dagbjartur & félagar í 1. sæti
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR og félagar í MUTigers sigruðu á Steelwood Collegiate Invitational. Mótið fór fram 29.-31. október 2021 og lauk því í gær. Dagbjartur lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (72 78 72) og var óheppinn með 2. hringinn – varð T-47 í einstaklingskeppninni. Dagbjartur var samt engu að síður hluti af sigurliði MIZZOU – skólaliði University of Missouri, sem sigraði í mótinu, en þátt tóku 78 frá 14 háskólum. Sjá má lokastöðuna á Steelwood Collegiate Invitational með því að SMELLA HÉR:
PGA: Lucas Herbert með sinn fyrsta sigur á PGA
Ástralinn Lucas Herbert sigraði á móti vikunnar á PGA Tour; Butterfield Bermuda Championship. Herbert lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (70 65 65 69). Lucas Herbert er fæddur í Bendigo, Ástralíu 5. desember 1995 og því 25 ára. Þetta er fyrsti sigur hans á PGA Tour en fyrir á hann 2 sigra á Evróputúrnum. Fast á hæla Herbert komu Danny Lee og Patrick Reed, en þeir léku báðir á 14 undir pari, 270 höggum og urðu T-2. Einn í 4. sæti varð síðan bandaríski kylfingurinn Patrick Rodgers á samtals 13 undir pari og Kanadamaðurinn Taylor Pendrith og Scott Stallings deildu síðan 5. sætinu á samtals 12 undir pari, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún & félagar í 1. sæti!!!
Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar í Grand Valley State háskólanum hafa tvívegis í síðustu tveimur mótum haust semestursins landað 1. sætinu í liðakeppni. Í fyrra mótinu, sem fram fór 4.-5. otkóber sl. þ.e. Davenport Panther Invitational, sem fram fór í Gull Lake View GC & Resort Storting Brae, voru þátttakendur 66 frá 14 háskólum. Arna Rún lék sem einstaklingur í því móti og varð T-16 í því móti, á samtals 156 höggum (77 79). Sjá má lokastöðuna á Davenprt Panther Inv. með því að SMELLA HÉR: Í hinu mótinu, sem fram fór 25.-27. október sl., Dennis Rose Intercollegiate Tournament, sem fram fór á Hapuna golfvellinum, á Kohana Coast, Kamuela Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hlynur Geir Hjartarson – 31. október 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Hlynur Geir Hjartarson. Hlynur er fæddur 31. október 1976 og á því 45 ára afmæli í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss (GOS). Hlynur hefir verið fararstjóri í golfferðum Heimsferða en hann er PGA golfkennari frá Golfkennaraskóla PGA. Hlynur Geir er margfaldur klúbbmeistari Golfklúbbs Selfoss. Hann á glæsilegt vallarmet á Svarfhólsvelli 62 högg!!! Hlynur Geir er kvæntur Gunnhildi Katrínu Hjaltadóttur en þau eiga 3 börn. Sjá má eldraviðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið! Hlynur Geir Hjartarson – 45 ára Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (44/2021)
Nokkrir á ensku: Nr. 1 “Golf is the perfect thing to do on a Sunday because you spend more time praying on the course than if you went to church.” Nr. 2 “The safest place to stand when I hit a golf ball is directly in front of me.” Nr. 3 “Golf is a good walk spoiled.” —Mark Twain Nr. 4 “If you watch a game, it’s fun. If you play it, it’s recreation. If you work at it, it’s golf.” —Bob Hope Nr. 5 “I have a tip that will take five strokes off anyone’s golf game. It’s called an eraser.” —Arnold Palmer
Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Smári Guðmundsson – 30. október 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Smári Guðmundsson. Guðmundur Smári var fæddur 30. október 1961 og hefði því átt 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan Guðjón Smári Guðmundsson – 60 ára – Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sesselja Björnsdóttir, 30. október 1957 (64 ára); Guðjón Smári Guðmundsson 30. október 1961 (60 ára), Mayumi Hirase (jap: 平瀬真由美) 30. október 1969 (52 árs); Anton Þór, 30. október 1976 (45 ára); Ines Laklalech, 30. október 1997 (24 ára); Samskipti Ehf … og … Golf 1 óska öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings Lesa meira










