Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2021 | 08:00

PGA: Lucas Herbert með sinn fyrsta sigur á PGA

Ástralinn Lucas Herbert sigraði á móti vikunnar á PGA Tour; Butterfield Bermuda Championship.

Herbert lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (70 65 65 69).

Lucas Herbert er fæddur í Bendigo, Ástralíu 5. desember 1995 og því 25 ára. Þetta er fyrsti sigur hans á PGA Tour en fyrir á hann 2 sigra á Evróputúrnum.

Fast á hæla Herbert komu Danny Lee og  Patrick Reed, en þeir léku báðir á 14 undir pari, 270 höggum og urðu T-2.

Einn í 4. sæti varð síðan bandaríski kylfingurinn  Patrick Rodgers á samtals 13 undir pari og Kanadamaðurinn Taylor Pendrith og Scott Stallings deildu síðan 5. sætinu á samtals 12 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á Bermunda Butterfield Championship með því að SMELLA HÉR: