Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, á 1. degi ÍSAM mótsins á Hlíðavelli 16. maí 2020
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2021 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagbjartur & félagar í 1. sæti

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR og félagar í MUTigers sigruðu á Steelwood Collegiate Invitational.

Mótið fór fram 29.-31. október 2021 og lauk því í gær.

Dagbjartur lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (72 78 72) og var óheppinn með 2. hringinn – varð T-47 í einstaklingskeppninni.

Dagbjartur var samt engu að síður hluti af sigurliði MIZZOU – skólaliði University of Missouri, sem sigraði í mótinu, en þátt tóku 78 frá 14 háskólum.

Sjá má lokastöðuna á Steelwood Collegiate Invitational með því að SMELLA HÉR: