Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2021 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól & félagar í 17. sæti

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM og félagar í Roger State University tóku þátt í Tulsa Cup.

Mótið fór fram í Meadowbrook Country Club í Tulsa, Oklahoma, dagana 25.-26. október sl.

Þátttakendur voru 94 frá 18 háskólum.

Kristín Sól lék í B-liði Roger State í mótinu og sem varð í 17. sæti í liðakeppninni.

Kristín Sól var á 2. besta skori í liði sínu, en varð T-66 í einstaklingskeppninni á samtals 31 yfir pari (83 81 83).

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Kristínar Sól og Roger State er á vormisseri 2022.