Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2021 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún & félagar í 1. sæti!!!

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar í Grand Valley State háskólanum hafa tvívegis í síðustu tveimur mótum haust semestursins landað 1. sætinu í liðakeppni.

Í fyrra mótinu, sem fram fór 4.-5. otkóber sl. þ.e. Davenport Panther Invitational, sem fram fór í Gull Lake View GC & Resort Storting Brae, voru þátttakendur 66 frá 14 háskólum.  Arna Rún lék sem einstaklingur í því móti og varð T-16 í því móti, á samtals 156 höggum (77 79).  Sjá má lokastöðuna á Davenprt Panther Inv. með því að SMELLA HÉR:

Í hinu mótinu, sem fram fór 25.-27. október sl., Dennis Rose Intercollegiate Tournament, sem fram fór á Hapuna golfvellinum, á Kohana Coast, Kamuela á Hawaii var Arna Rún í sigurliðinu. Þátttakendur voru 73 frá 12 háskólum.  Arna Rún lék á 20 yfir pari, 236 höggum (84 76 76) og varð T-30.  Sjá má umfjöllun um mótið og frammistöðu Örnu Rún á vefsíðu GVSU með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Grand Valley State er vorsemestri 2022 og liggur engin dagskrá fyrir að svo stöddu.