Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2013 | 11:10

Birgir Leifur og Þórður Rafn taka þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar í Þýskalandi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Þórður Rafn Gissurarson hefja leik í Q-school Evrópumótaraðarinnar í Fleesensee í Þýskalandi í dag.

Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1

Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1

Þeir taka þátt í B-lið 1. stigs úrtökumótsins en alls fara 8 úrtökumót fram á 1. stigi – 2 mót í einu í 4 liðum A, B, C og D.

Á 2. stigi úrtökumótsins fara 4 mót fram (öll á Spáni) og síðan er 3. stigið eða lokaúrtökumótið sem fram fer á PGA Catalunya golfstaðnum á Spáni.

Birgir Leifur á rástíma kl. 13:10 að staðartíma (kl. 11:10 eða þegar þetta er ritað hér heima á Íslandi)  og fer út af 1. teig.

Þórður Rafn fór út 20 mínútum fyrr þ.e. kl. 12:50 að staðartíma (kl. 10:50 að okkar tíma) og fór hann út af 10. teig.

Fylgjast má með skori þeirra Birgis Leifs og Þórðar Rafns með því að SMELLA HÉR:  (en athuga skal að skor eru ekki uppfærð reglulega og í raun birtast skor ekki fyrr en í lok móts).