Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2013 | 19:09

Zach Johnson sigraði á BMW Championship

Það var bandaríski kylfingurinn Zach Johnson, sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW Championship.

Hann lék á samtals 16 undir pari, 268 höggum (64 70 69 65).

Zach Johnson átti æðislegan lokahring upp á 6 undir pari …. og það var það sem dugði!

Í 2. sæti varð Nick Watney á samtals 14 undir pari eða 2 höggum á eftir Zach og í 3. sæti varð Jim Furyk á samtals 13 undir pari.

Tiger fékk í bakið og gat ekki spilað sinn töfraleik var á samtals 9 undir pari og hafnaði í 11. sæti, sem hann deildi með 3 kylfingum.

Til þess að sjá úrslitin á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings BMW Championship SMELLIÐ HÉR: