Ólafur Már Sigurðsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2013 | 07:30

Ólafur Már hefur keppni í Q-school Evrópumótaraðarinnar í Englandi í dag

Ólafur Már Sigurðsson, GR, hefur leik á 1. stigi Q-school Evrópumótaraðarinnar í dag.

Mótið sem hann tekur þátt í er í Crewe á Englandi og leikið er á golfvelli Wychwood Park.

Ólafur Már á rástíma nákvæmlega við ritun þessarar fréttar kl. 8:30 að staðartíma (kl. 7:30 að hér heima á Íslandi).

Fylgjast má með gengi Ólafs Más með því að SMELLA HÉR: