Evróputúrinn: Hansen sigraði á AVIV Dubai Championship
Það var danski kylfingurinn Joachim B. Hansen, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum; AVIV Dubai Championship. Mótið fór fram á Fire golfvellinum, Jumeirah Golf Estates, í Dubaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, dagana 11.-14. nóvember. Sigurskor Hansen var 23 undir pari, 265 högg (63 67 67 68). Hansen er fæddur 18. ágúst 1990 og því 31 árs. Þetta er 2. sigurinn á Evróputúrnum og eins hefir Hansen sigrað tvívegis á Áskorendamótaröð Evrópu. Saman í 2. sæti, 2 höggum á eftir urðu Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger og Ítalinn Francesco Laporta. Sjá má lokastöðuna á AVIV Dubai Championship með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Lorena Ochoa – 15. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Lorena Ochoa. Ochoa er fædd 15. nóvember 1981 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Lorena Ochoa var aðeins 29 ára 2010 og hafði verið nr. 1 í kvennagolfinu frá árinu 2007, þegar hún tilkynnti að hún hyggðist draga sig í hlé eftir 27 sigra á LPGA, þar af 2 risamótstitla. Hún giftist Andres Conesa, fyrir 2 árum og í apríl fyrir 10 árum tilkynntu þau að Lorena væri ófrísk. Conesa er forstjóri mexíkanska flugfélagsins Aeromexico. Lorena Ochoa bætti síðan við enn einum verðlaunum við safnið sitt heima 8. desember 2011 og þessi dýrmætari en öll hin til saman – þegar hún fæddi frumburðinn, strák sem Lesa meira
LET: Guðrún Brá varð T-38 í Jeddah
Guðrún Brá Björgvinsdóttir tók þátt í Aramco Team Series, í Jeddah, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna (LET). Mótið fór fram dagana 10.-12. nóvember sl. í Royal Greens Golf & Country Club í Jeddah, Sádí-Arabíu. Guðrún Brá lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum ( 70 74 69). Sigurvegari mótsins var Pia Babnik frá Slóveníu, sem lék á samtals 16 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Aramco Team Series Jeddah með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Haeji Kang – 14. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Haeji Kang, frá S-Kóreu.Haeji er fædd 14. nóvember 1990 í Seúl, Suður-Kóreu og á því 31 árs afmæli í dag! Haeji gerðist atvinnumaður í golfi 2007. Hún spilar á LPGA, en á aðeins 1 sigur í beltinu á Futures mótaröðinni en sá sigur kom á Greater Richmond Duramed FUTURES Classic, 17. ágúst 2008. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 – d. 21. apríl 1939; Samuel Henry „Errie“ Ball, f. 14. nóvember 1910 – d. 2. júlí 2014; Petrea Jónsdóttir, 14. nóvember 1949 (72 árs);Ágústa Hansdóttir, 14. nóvember 1958 (63 ára); Orense Golf Madrid (63 ára); Jacob Thor Haraldsson 14. nóvember Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (46/2021)
Nokkrir á ensku: Nr. 1 What should you do if your round of golf is interrupted by a lightning storm? Walk around holding your 1-iron above your head, because even Mother Nature can’t hit a 1-iron. Nr. 2 Why do golfers hate cake? Because they might get a slice. Nr. 3 If you golf on election day, make sure to cast an absent-tee-ballot. Nr. 4 Golfer to caddie: “Why do you keep looking at your watch? I find it very distracting.” Caddie: “It’s not a watch, sir – it’s a compass.” Nr. 5 The problem with slow groups is that they are always in front of you, and the fast Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Þór Sigurbjörnsson – 13. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Baldvin Þór Sigurbjörnsson. Hann er fæddur 13. nóvember 1986 og á því 35 ára afmæli í dag!!! Baldvin Þór er í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Baldvin Þór Sigurbjörnsson (35 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Jay Sigel, 13. nóvember 1943 (78 ára); Marianna Fridjonsdottir, 13. nóvember 1953 (68 ára) Þuríður Bernódusdóttir, 13. nóvember 1954 (67 ára) Rosie Jones, 13. nóvember 1959 (62 ára); Rögnvaldur A Sigurðsson, 13 nóvember 1965 (56 árs); Arnþór Örlygsson, 13. nóvember 1970 (51 árs); Rafn Stefán Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Gauti Sverrisson og Magnús Gauti Þrastarson – 12. nóvember 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru Arnar Gauti Sverrisson og Magnús Gauti Þrastarson. Þeir eru báðir fæddir 12. nóvember 1971 og eiga því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan Arnar Gauti Sverrisson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Magnús Gauti Þrastarson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hljóðfæraverslunin Rín (79 ára); John Schroeder, 12. nóvember 1945 (76 ára); Delroy Cambridge, 12. nóvember 1949 (72 ára ); Natalia Nim Chow, 12. nóvember 1962 (59 ára); Tómas Ó. Malmberg, 12. nóvember 1966 (55 ára); Arnar Gauti Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur með 2. sigur sinn á tímabilinu – Stórglæsileg!!!
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (skammst.: EKU) tóku þátt í French Broad Collegiate Invitational. Mótið fór fram dagana 8.-10. nóvember í The Cliffs at Walnut Cove, í Ashville Norður-Karólínu. Þátttakendur voru 70 frá 13 háskólum. Ragnhildur gerði sér lítið fyrir og sigraði og er þetta 2. sigur hennar á þessu haustmisseri. Auk þess hefir hún tvívegis verið í 2. sæti á keppnistímabilinu í einstaklingskeppnum. Sigurskor hennar var samtals 5 yfir pari, 218 högg (78 70 70) – Þessi sigur er sérlega glæsilegur í ljósi þess að Ragnhildur var í 27. sæti eftir 1. keppnisdag, eftir að hafa spilað 1. hring á 7 yfir pari, 78 höggum. Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Arnar Unnarsson, Halla Bjarnadóttir og Ólöf Baldursdóttir ——-– 11. nóvember 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Arnar Unnarsson, Halla Bjarnadóttir og Ólöf Baldursdóttir. Arnar er fæddur 11. nóvember 1967 og á því 54 ára afmæli! Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Elsku Arnar Unnarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Halla Bjarnadóttir er fædd 11. nóvember 1967 og á því 54 ára afmæli í dag! Hún er frá Kirkjubæjarklaustri en býr í Reykjavík. Komast má á facebook síðu Höllu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Halla Bjarnadóttir Elsku Halla Bjarnadóttir – Innilega til hamingju með 53 ára afmælið!!! Síðast Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Þór Björnsson – 10. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Andri Þór Björnsson. Andri Þór er fæddur í Reykjavík 10. nóvember 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og hefir reynt fyrir sér í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina og spilað á mótum Nordic Golf League. Í dag komst Andri Þór áfram á lokastig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Andra Þór með því að SMELLA HÉR: Komast má á heimasíðu Andra Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Elsku Andri Þór Björnsson, innilega til hamingju með 30 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gylfi Lesa meira










