GK fær sjálfbærniverðlaun
Sjálfbærniverðlaun Golfsambands Íslands voru afhent í fyrsta sinn í dag. Golfklúbburinn Keilir (GK) úr Hafnarfirði fékk þessa viðurkenningu. Guðbjörg Guðmundsdóttir, formaður Keilis, tók við viðurkenningunni fyrir hönd klúbbsins, á þingi Golfsambands Íslands í dag. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ greindi frá verðlaununum og afhenti viðurkenninguna. Golfklúbburinn Keilir hefur verið einn af þeim golfklúbbum sem hefur verið leiðandi á sviði sjálfbærni undanfarna áratugi innan golfhreyfingarinnar. Hugsjónir sem hafa starfsemi klúbbsins er varða sjálfbærni og skynsamleg nýtingu auðlinda. Klúbburinn hefur ávallt sett í forgang og sýnt fram á að sjálfbærni- og umhverfissjónarmið eru í hávegum höfð í innkaupum og allri starfsemi félagsins. Á liðnum árum hefur Golfklúbburinn Keilir stigið ýmis framfaraskref í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingvi Rúnar Einarsson – 19. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Ingvi Rúnar Einarsson. Ingvi Rúnar er fæddur 19. nóvember 1937 og á því 84 ára afmæli í dag. Ingvi Rúnar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og heldur úti samfélagssíðunni Kylfingar á Facebook. Ingvi Rúnar spilar mikið golf, gjarnan erlendis í golfferðum á ýmsum freistandi golfáfangastöðum og jafnt sumars sem um miðjan vetur á Íslandi. Eins er hann mjög góður púttari og hefir tekið þátt í mörgum púttmótum Golfklúbbsins Keilis, með góðum árangri. Ingvi Rúnar er jafnframt stofnandi golfklúbbsins Hraunborga Ingvi Rúnar er kvæntur, á 4 börn og fjölda barnabarna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að Lesa meira
GSÍ: Árný Lilja GSS sjálfboðaliði ársins
Árný Lilja Árnadóttir fékk í dag, 19. nóvember 2021, viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins hjá Golfsambandi Íslands. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og er Árný Lilja áttundi sjálfboðaliðinn sem fær þessa viðurkenningu. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, afhenti viðurkenninguna á þingi GSÍ sem fram fer í Reykjavík. Árný Lilja hefur starfað sem sjálfboðaliði fyrir Golfklúbb Skagafjarðar og þar áður Golfklúbb Sauðárkróks í tugi ára. Árný Lilja hefur unnið af krafti í flestum nefndum GSS og tekið þátt í starfi klúbbsins með miklum krafti og staðið sig með sóma. Árið 2021 var engin undantekning nema síður sé hjá Arnýju Lilju. Hún tók að sér að þjálfa fjölmennasta nýliðahóp Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Josef Olasson og Guðni Sumarliðason – 18. nóvember 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Josef Olasson og Guðni Sumarliðason. Josef Olasson er fæddur 18. nóvember 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann er kvæntur Ragnheiði Öddu Þorsteinsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Josef Olasson – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Guðni Sumarliðason er fæddur 18. nóvember 1991 og á því 30 ára merkisafmæli í dag. Hann er í sambandi með Berglindi Ósk Kristmundsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Guðni Sumarliðason – 30 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Lesa meira
GSÍ: Ólafur Björn afreksstjóri hefir valið 39 kylfinga í landsliðshóp
„Ég er í skýjunum yfir fyrstu landsliðsæfingabúðir vetrarins þar sem ég fann fyrir miklum krafti, áhuga og einbeitingu landsliðskylfinga,“ segir Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, sem valdi á dögunum 39 leikmenn í landsliðshóp GSÍ. Hópurinn hittist um s.l. helgi og hófst dagskráin á föstudaginn með kynningu á starfseminni í bland við fræðslu um ýmislegt sem tengist afreksgolfi. Á laugardaginn fór hópurinn í líkamsþjálfun hjá Baldri Gunnbjörnssyni sjúkraþjálfara og æfði í Kórnum, þar sem að GKG er með æfingaaðstöðu. Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson hittu hópinn sunnudagsmorgun og deildu þau reynslu sinni af atvinnumennsku í golfi og svöruðu spurningum landsliðskylfinga. Að því loknu fór fram Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Vilborg Sverrisdóttir – 17. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Vilborg Sverrisdóttir. Hann er fædd 17. nóvember 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Vilborg Sverrisdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joyce Wethered, Lady Heathcoat-Amory f. 17. nóvember 1901 – d. 18. nóvember 1997); Jónas R Jónsson 17. nóvember 1948 (73 ára); Vilborg Sverrisdóttir, 17. nóvember 1961 (60 ára); Marco Dawson, 17. nóvember 1963 (58 árs) spilaði á PGA – komst í g. Q-school 2011; ; Hulda Hlín, 17. nóvember 1977 (44 ára); Berglind Snyrtimeistari Hjá Makeover; Lesa meira
GR: Björn Víglundsson gefur ekki kost á sér í formannsstarfið
Í bréfi formanns GR, Björns Víglundssonar, sem birtist á vefsíðu GR (grgolf.is) kemur fram að hann hyggist ekki gefa kost á sér í formannsstarf hjá GR áfram. Bref hans er svohljóðandi: Ágætu félagar, Nú er golfsumrinu formlega lokið hjá okkur. Spilað var vel fram eftir hausti og lokuðu vellir ekki fyrr en undir lok október. Við þökkum fyrir það. Nú er kominn tími til að snúa sér að vetrarverkefnum og undirbúa næsta golfsumar. Aðalfundur GR er á næsta leiti, en hann verður haldinn þann 6. desember n.k. Ég hef tekið þá ákvörðun að vera ekki í framboði á þeim fundi. Ég hef setið sem formaður í 7 ár og enn Lesa meira
LPGA: Nelly Korda sigraði á Pelican Women’s meistaramótinu
Það var yngri Korda systirin, Nelly Korda, sem sigraði á Pelican Women´s Championship. Mótið fór fram dagana 11.-14. nóvember 2021, í Belleair, Flórída. Sigur Nelly Korda hafðist í 4 kvenna bráðabana, en allar léku þær Nelly, Lexi Thompson, Lydia Ko og Sei Young Kim keppnishringina 4 á samtals 17 undir pari, hver. Fyrir sigurinn hlaut Nelly $262,500. Sjá má lokastöðuna á Pelican Women´s Championship með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ævarr Freyr Birgisson og Nobuhle Dlamini – 16. nóvember 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Nobuhle Dlamini og Ævarr Freyr Birgisson. Þau eru bæði fædd 16. nóvember; Dlamini 1991 og er því 30 ára en Ævarr 1996 og á því 25 ára stór- afmæli. Dlamini var fyrsti kylfingurinn frá Swaziland til að spila á LET. Ævarr Freyr er afrekskylfingur úr GA; og hefir m.a. orðið klúbbmeistari. Komast má á facebooksíður Ævarrs Freys hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ævarr Freyr Birgisson– Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Betty Hicks, f. 16. nóvember 1920 – d. 20. febrúar 2011); Barabara Romack, 16. nóvember Lesa meira
PGA: Kokrak sigraði á Houston Open
Það var bandaríski kylfingurinn Jason Kokrak, sem sigraði á Hewlett Packard Enterprise Houston Open, sem fram fór í Houston, Texas, dagana 11.-14. nóvember. Sigurskor Kokrak var 10 undir pari, 270 högg ( 68 71 66 65). Kokrak átti 2 högg á landa sína Scottie Scheffler og Kevin Tway, sem deildu 2. sætinu. Einn í 4. sæti varð síðan enn einn bandaríski kylfingurinn Kramer Hickok, á samtals 7 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Hewlett Packard Enterprise Houston Open með því að SMELLA HÉR:










