Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2021 | 20:00

LET: Guðrún Brá varð T-38 í Jeddah

Guðrún Brá Björgvinsdóttir tók þátt í Aramco Team Series, í Jeddah, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna (LET).

Mótið fór fram dagana 10.-12. nóvember sl. í Royal Greens Golf & Country Club í Jeddah, Sádí-Arabíu.

Guðrún Brá lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum ( 70 74 69).

Sigurvegari mótsins var Pia Babnik frá Slóveníu, sem lék á samtals 16 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Aramco Team Series Jeddah með því að SMELLA HÉR: