Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2013 | 14:55

Hver er kylfingurinn: Webb Simpson? (3/3)

Árið 2012 í ferli Webb Simpson
Simpson hóf keppnistímabilið 2012 á PGA Tour með því að landa 3. sætinu á Hyundai Tournament of Champions sem hann deildi reyndar með öðrum, en sigurvegarinn var Steve Stricker.. Hann varð síðan meðal efstu 10 bæði á Waste Management Phoenix Open og Transitions Championship. Síðan varð hann í 4. sæti á Wells Fargo Championship Simpson eftir að hafa verið í forystu fyrirr lokahringinn. Hann fékk skolla seint á lokahringnum og komst ekki í bráðabanann.  Þann 14. maí 2012 komst hann ekki í gegnum niðruskurð áThe Players Championship og þar urðu skiptin aðeins 18 sem hann komst sleitulaust í gegnum niðurskurð fram að því.  Þetta var líka í fyrsta sinn sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð  á 2012 keppnistímabilinu  en þar áður var hann 11 sinnum búin að komast í gegnum niðurskurð á árinu. Hann komst heldur ekki í gegnum niðurskurð í næsta móti; The Memorial Tournament.

Sigurinn á Opna bandaríska risamótinu 2012
Þann 17. júní 2012 á þjóðhátíðardegi Íslendinga sigraði Simpson Opna bandaríska risamótið í Olympic Club í San Francisco. Hann átti lokahring upp á 2 undir pari, 68 högg á lokahringnum og heildarskor hans var 1 yfir pari. Það var nógu gott til að bera sigurorð með 1 höggi yfir  Graeme McDowell og Michael Thompson.  McDowell missti  25-feta fuglapútt á 18. holu sem hefði komið honum í bráðabana. Þetta var fyrsti sigur Webb Simpson á risamóti.  Með sigrinum komst Simpson í 5. sæti heimslistans.

Afgangur ársins 2012 í ferli Webb Simpson
Eftir sigur sinn á Opna bandaríska tilkynnti Simpson að hann ætlaði að sleppa því að spila á Opna breska, þar sem kona hans, Dowd var komin að því að fæða 2. barn þeirra hjóna. Hann varð T-29 á the Travelers Championship vikuna eftir sigurinn á Opna bandaríska. Í júlí var  Simpson með tveggja högga forystu og í efsta sæti fyrir lokahring the Greenbrier Classic. Hann var aðeins með 1 skolla allt mótið það til kom að slæmum kafla þar sem hann fékk skolla á 4 af síðustu 5 holunum á seinni 9, sem leiddi til þess að hann varð T-7. Eftir að hafa dregið sig úr Opna breska spilaði Simpson ekki í annan mánuð þar til á lokarisamóti ársins, PGA Championship. Hvíldin hafði slæm áhrif á leik hans en á 1. hring var hann á 79 höggum; á 2. hring var hann á sléttu pari en það dugði ekki; hann komst ekki í gegnum niðurskurð og munaði 1 höggi að hann kæmist í gegn.  Þann 13. ágúst 2012 var tilkynnt að Simpson yrði í Ryder Cup liði Bandaríkjanna en þangað komst Simpson af eiginn rammleik.  Þetta var í fyrsta sinn sem Webb Simpson var í Ryder Cup liði Bandaríkjanna.

Það sem af er ársins 2013 í ferli Webb Simpson

Simpson varð T-6 á Northern Trust Open snemma á árinu þ.e. 18. febrúar 2013.  Hann komst í 8 manna hóp á Accenture heimsmeistaramótinu í holukeppni en lét þar í lægri poka fyrir Hunter Mahan 1&0 Við þennan góða árangur á heimsmótinu komst Simpson í 16. sæti heimslistans.
Simpson tók þátt í The Masters en komst ekki í gegnum niðurskurð. Simpson varð síðan í 2. sæti á RBC Heritage mótinu þar sem hann tapaði í bráðabana fyrir Graeme McDowell, seinna í apríl. Webb varð síðan í 32. sæti á Opna bandaríska í júní.  Loks tilkynnti Fred Couples að hann hefði valið Webb Simpson í lið sitt sem keppir í Forsetabikarnum í október n.k. en aðeins munaði $ 6000 að Simpson kæmist af sjálfdáðum í liðið.