Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2013 | 15:15

Quesne sigraði á Opna ítalska

Það var franski kylfingurinn Julien Quesne sem vann annan sigur sinn á Evrópumótaröðinni á Opna ítalska í dag.  Áður hefir Qusne sigrað á Open de Andalucia mótinu 2012.  Julien fæddist 16. ágúst 1980 í Le Mans, Frakklandi og er því nýorðinn 33 ára.

Quesne lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (70 68 71 67).  Hann átti 1 högg á Írann David Higgins og Englendinginn Steve Webster, sem deildu 2. sæti.

Fjórir deildu 4. sætinu á samtals 10 undir pari hver þ.e.: Belginn Nicolas Colsaerts, Felipe Aguilar frá Chile, Emiliano Grillo frá Argentínu og Svíinn Fredrik Anderson Hed.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna ítalska Lindt SMELLIÐ HÉR: