Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2013 | 21:49

Stenson milljarði ríkari!

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson sigraði í kvöld á Tour Championship, 4. og síðasta móti FedExCup umspilsins í East Lake, í Atlanta, Bandaríkjunum.

Samtals lék Stenson á 13 undir pari, 267 höggum (64 66 69 68).  Með sigrinum varð Stenson efstur á FedEx Cup stigalistanum og hlýtur því bónuspottinn upp á 1,2 milljarð.

Í 2. sæti á samtals 10 undir pari hvor voru Steve Stricker og Jordan Spieth, en sá síðarnefndi átti glæsilokahring upp á 64 högg.

Einn í 4. sæti varð Webb Simpson, á samtals 9 undir pari, en hann átti líka glæsilokahring upp á 63 högg og var jafnframt á lægsta skorinu í kvöld.  Í 5. sætinu var síðan Dustin Johnson á samtals 8 undir pari og í 6. sæti varð Justin Rose  á samtals 7 undir pari.

Tiger Woods lauk leik í 22. sæti sem hann deildi með Gary Woodland, en báðir spiluðu á samtals sléttu pari. Tiger bætti sig um 2 högg á hverjum degi (73 71 69 67).

Til þess að sjá lokastöðuna á East Lake SMELLIÐ HÉR: