Sunna Víðisdóttir, GR og Elon. Mynd: Elon
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2013 | 09:15

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 12. sæti eftir 1. dag á sterku móti

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR er í 12. sæti í einstaklingskeppni á sterku háskólamóti þar sem þátttakendur eru 84 frá 18 háskólum – Starmount Forest Tournament, í Greensboro, Norður-Karólínu.   Lokahringurinn verður leikinn í dag.

Sunna lék á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (71 76) fyrri daginn.  Hún er á besta skori Elon, sem er í 9. sæti í liðakeppninni.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Berglind Björnsdóttir, klúbbmeistari GR 2013, tekur einnig þátt í mótinu og er sem stendur í 28. sætinu, lék fyrstu tvo hringina, fyrri daginn á samtals 151 högg (73 78). Hún er á næstbesta skori UNCG, sem er í 12. sæti í liðakeppninni.

Golf 1 vonar að Berglindi og Sunnu gangi sem best í dag!

Til þess að fylgjast með gengi stúlknanna SMELLIÐ HÉR: