John Daly
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2013 | 21:00

Daly bregðst ekki!

Á golffjölmiðlum gengur nú fjölunum hærra myndskeið þar sem maður leggst á jörðina, setur tí upp í munninn af sér og biður síðan til Guðs að stórkylfingurinn John Daly sé það nákvæmur að hann dúndri ekki í hausinn á viðkomandi, sjá með því að SMELLA HÉR: 

Þessi leikur er stórhættulegur og ALLS EKKI til eftirbreytni!!!  Alls kyns slys hafa orðið við fífldirfsku sem þessa, tíið hefir t.d. stungist upp í tungu mannsins sem stakk því upp í sig, menn hafa fengið blóðnasir, menn hafa verið nefbrotnir og þaðan af verra.

Þetta leiðinda„stunt“ komst fyrst í hámæli þegar háðfuglinn og golfþáttarstjórnandinn Feherty skoraði á Daly að nota sig sem lifandi tí – sjáið myndskeið af því með því að SMELLA HÉR: 

Það sem kannski er mun skemmtilegra en að hneykslast á klæðaburði Daly, slæmu gengi hans í mótum og allskyns uppákomum hans þar, eða upprifjun á óheilbrigðu líferni hans er að rifja upp hvernig Daly skaust á stjörnuhimininn fyrir u.þ.b. 22 árum, þ.e. árið 1991.

Eftir allt saman þá var Daly frábær kylfingur, sem sigrað hefir á 19 mótum, sem atvinnumaður, þar af 5 sinnum á PGA Tour og þar af 2 sinnum á risamótum!!!

Gaman er að rifja upp fyrsta risamótið sem Daly vann þ.e. PGA Championship árið 1991, en þá var hann óþekktur feitlaginn unglingur með golfnáðargáfu…. hann spilaði gullfallegt golf!  Svona til upprifunar SMELLIÐ HÉR: