Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2013 | 11:00

GKG hafnaði í 8. sæti á EM klúbbliða

Evrópukeppni klúbbliða lauk s.l. laugardag, 28. september á St. Sofia vellinum í Búlgaríu, og höfnuðu GKG sveit kvenna í 8. sæti.

Stelpurnar náðu sér ekki almennilega á strik og fóru úr 5. sætinu í það 8., þar sem þær léku á 154 höggum í dag, en fyrstu tvo á 144 og 143.

Engu að síður mjög flottur árangur hjá stelpunum.

Ingunn (Gunnarsdóttir) lék á 75 í dag en Ragna (Ólafsdóttir) og Gunnhildur (Kristjánsdóttir) báðar á 79.

Gunnhildur náði 11. sæti í einstaklingskeppninni sem er vel að verki staðið á 71-68-79, samtals 5 höggum yfir pari.

Það var Daninn Nanna Madsen sem náði ótrúlega góðu skori -15, og sigraði í einstaklingskeppninni. Þetta er sjálfsagt nafn sem við munum sjá í fremstu röð atvinnukvenna. Danska liðið sigraði einnig með miklum yfirburðum, en þær léku samtals á 25 höggum undir pari.

LOKASTAÐAN: 

Heimild: GKG

Höfundur texta: Úlfar Jónsson