Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2021 | 18:00

Hulda Bjarnadóttir nýr forseti GSÍ

Hulda Bjarnadóttir var í dag kjörin forseti Golfsambands Íslands á þingi GSÍ sem fór fram á Fosshótelinu í Reykjavík. Alls buðu 11 einstaklingar sig fram til stjórnarkjörs en stjórn GSÍ skal samkvæmt lögum GSÍ skipuð 11 mönnum.

Golfþingið var vel sótt og mörg mál til umræðu. Rekstraráætlun golfsambandsins gerði ráð fyrir lítilsháttar hagnaði á árinu en hagnaður ársins varð tæpar 30 milljónir króna.

Tekjur frá samstarfsaðilum jukust á milli ára og tekjur af félagagjöldum hækkuðu umtalsvert vegna mikillar fjölgunar iðkenda. Heildarvelta sambandsins var tæpar 200 milljónir króna, samanborið við 169 milljónir króna árið 2020.

Stjórn GSÍ er þannig skipuð:

Birgir Leifur Hafþórsson
Hansína Þorkelsdóttir
Hjördís Björnsdóttir
Hulda Bjarnadóttir, forseti
Hörður Geirsson
Jón B. Stefánsson
Jón Steindór Árnason
Karen Sævarsdóttir
Ólafur Arnarson
Ragnar Baldursson
Viktor Elvar Viktorsson

Nánari upplýsingar um þingið er að finna í fréttunum hér fyrir neðan. Upptaka af þinginu verður aðgengileg á golf.is á allra næstu dögum.

Kristín Guðmundsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og Haukur Örn Birgisson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn GSÍ. Þau fengu öll heiðursviðurkenningar frá Golfsambandi Íslands fyrir störf sín í þágu hreyfingarinnar,