Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2021 | 18:00

PGA: Talor Gooch sigraði á RSM Classic

Fyrsti sigur Talor Gooch á PGA Tour er nú staðreynd.

Hann sigraði á móti vikunnar á PGA Tour; RSM Classic sem fór fram 18.-21. nóvember sl.

Mótsstaður var Sea Side Resort, Sea Island í Georgiu.

Sigurskorið var samtals 22 undir pari, 260 högg (64 65 67 64).

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Gooch með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti varð Kanadamaðurinn Mackenzie Hughes, heilum 3 höggum á eftir.

Sjá má lokastöðuna á RSM Classic með því að SMELLA HÉR: