Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2021 | 20:00

Evróputúrinn: Morikawa sigurvegari DP World Tour Championship & stigameistari

Það var Colin Morikawa, sem stóð uppi sem sigurvegari á lokamóti Evróputúrsins, DP World Tour Championship.

Morikawa lék á samtals 17 undir pari, 271 höggum (68 68 69 66).

Fyrir sigurinn hlaut Morikawa €2,640,975, sem er hæsta verðlaunafé á Evróputúrnum.

Jafnir í 2. sæti urðu þeir Alexander Björk og Matt Fitzpatrick, báðir á samtals 14 undir pari, hvor.

Morikawa varð einnig efstur á stigalistanum og hlaut fyrir það 1 milljón evra, auk sigurlaunanna í mótinu.

Morikawa er fæddur 6. febrúar 1997 og er því 24 ára.

Þetta er 4. sigur hans á Evróputúrnum og fyrir á hann 5 sigra í beltinu á PGA Tour.

Sjá má lokastöðuna á DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR: