Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Orri Þórðarson – 13. október 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Kristófer Orri Þórðarson  Kristófer Orri er fæddur 13. október 1997 og er því 16 ára í dag. Kristófer Orri er í GKG, spilaði á Íslandsbankamótaröðinni í sumar og stóð sig vel! Kristófer Orri varð þannig t.a.m. í 6. sæti á stigalista GSÍ í drengjaflokki.

Kristófer Orri, GKG. Mynd: Helga Björnsdóttir.

Kristófer Orri, GKG. Mynd: Helga Björnsdóttir.

Á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar varð Kristófer Orri í 5. sæti; Kristófer Orri varð í 3. sæti (á eftir Fannari Inga og Birgi Birni) á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Hellu; á 3. mótinu (Íslandsmótinu í holukeppni) komst Kristófer Orri í 16 manna úrslit en varð að láta í minni pokann fyrir Henning Darra, GK á 19. holu og tapaði því naumt.

Kristófer Orri tók ekki þátt í 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar því hann var einn af 12 unglingum sem tóku þátt í Finnish International Junior Championship mótinu sem fram fór dagana 26.-28. júní á Cooke vellinum í Vierumäki í Finnlandi, þar sem hann stóð sig vel.

Keppendurnir 12 á Finnish International Junior Championship - Ragnhildur er fyrir miðju myndarinnar í rauðum bol - þ.e. 2. frá vinstri af þeim sem eru í rauðum bol

Keppendurnir 12 á Finnish International Junior Championship

Kristófer Orri var engu að síður mættur í 5. mót Íslandsbankamótaraðarinnar á Jaðrinum á Akureyri, þar sem hann varð í 2.-3. sæti.

Á 6. mótinu (Íslandsmótinu í höggleik) var Kristófer Orri m.a. á besta skori fyrsta degi í drengjaflokki í Leirunni, glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum!!!  Hann hafnaði síðan í bronssætinu í mótinu.

Nú snemma á árinu sigraði Kristófer í Febrúarmóti I hjá GSG og eins er hann slyngur púttari en hann sigraði í púttmóti barna- og unglinga hjá GKG í janúar. Af öðrum mótum sem Kristófer Orri tók þátt í mætti nefna Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ, en þar var hann einn af 10 sem kepptu til úrslita.

Komast má á facebooksíðu Kristófers Orra til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Kristófer Orri Þórðarson · 16 ára (Innilega til hamingju með 16 ára afmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brian Thomas („Bud“ eða“Buddy„) Allin 13. október 1944 (69 ára); Chako Higuchi, f. 13. október 1945 (68 ára);  Kristján Jóhannsson f. 13. október 1945 (68 ára);  Páll Pálsson, 13. október 1972 (41 árs); Gonzalo Fernández-Castaño, 13. október 1980 (33 ára);  Cassandra Elaine Kirkland, 13. október 1984 (29 ára);  Kristín Inga, f. 13. október 1986 (27 ára) ….. og …..

ArtFrom TheHeart · 38 ára

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is