Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2013 | 07:00

GFH: Framkvæmdir við Ekkjufellsvöll

Einkenni Ekkjufellsvallar eru fallegar hamraborgir sem umliggja völlinn. Hann er frekar erfiður á fótinn, þar sem hæðarmunur er töluverður og er t.d. 15 metra hæðarmunur á flöt og teig á níundu brautinni.

Umbætur á Ekkjufellsvelli

Umbætur á Ekkjufellsvelli

Nú í haust hefir verið unnið í breytingum og bótum á vellinum og er ekki hægt annað en að mæla með að kylfingar drífi sig austur á land á næsta ári og prófi þessa krefjandi perlu íslenskra golfvalla og skoði og prófi jafnframt allar flottu breytingarnar á vellinum.

Þannig voru nýir teigar útbúnir á þriðju braut, ásamt því að kvennateigur á annari braut og karlateigur á þeirri fyrstu voru stækkaðir töluvert.

Stærsta framkvæmdin var þó á áttundu braut en þar var búið til nýtt grín bæði stærra og betur fallið því að takast á við erfiða vetur en það gamla.