Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 21:05

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake Forest luku leik í 9. sæti á Tar Heel mótinu

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest luku í kvöld leik í Ruth Chris´s Tar Heel Invitational mótinu.

Gestgjafi var háskólinn í Norður-Karólínu (University of North Carolina) og leikið var á Chapel Hill í Norður Karólínu.

Mótið stóð dagana 11.-13. október 2013. Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum.

Ólafía Þórunn lauk leik í 27. sæti sem hún deildi með 4 öðrum kylfingum í einstaklingskeppninni

Hún lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (73 74 73).

Ólafía Þórunn var á 3. besta skori Wake Forest, en Wake Forest lauk keppni í 9. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót sem Ólafía Þórunn og  Wake Forest spila í er Landfall Tradition mótið sem hefst 25. október n.k. í Wilmington, Norður-Karólínu.

Til þess að sjá lokastöðuna í Ruth Chris´s Tar Heel Invitational mótinu  SMELLIÐ HÉR: