Lindsey treystir því að Tiger haldi ekki framhjá sér
Tiger Woods var ekki beinlínis tryggur og trúr í hjúskap sínum við Elínu Nordegren, en í þetta sinn á allt að vera öðruvísi. Tiger er búinn að vera með ólympíuskíðadrottningunni, Lindsey Vonn, mestan hluta ársins 2013 og Lindsey virðist treysta því fullkomlega að Tiger muni ekki halda framhjá sér. Lindsey hélt óopinberan fund heima hjá sér í Vail, Colorado og var m.a. spurð út í samband sitt við Tiger og hvort hún gæti treyst honum að halda ekki framhjá sér. Henni var greinilega brugðið við spurninguna, en virtist ekki hafa neinar áhyggjur í sambandi sínum við Tiger, skv. grein í Minneapolis Star Tribune. Hún sagði: „Ah, ég veit ekki. Þetta Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Guðlaugsson – 21. október 2013
Það er Hrafn Guðlaugsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hrafn er fæddur 21. október 1990 og er því 23 ára í dag. Hann er klúbbmeistari Golfklúbbsins Setbergs (GSE) í Hafnarfirði 2012 og spilar sem stendur í bandaríska háskólagolfinu með Faulkner háskóla. Næsta mót sem Hrafn og félagar í Faulkner spila í er í Tennessee eftir viku, þ.e 28. október n.k. Sjá má viðtal Golf1, sem tekið var við Hrafn í byrjun árs 2013 með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hrafni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafn Guðlaugsson (23 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira
4 ára fangelsi fyrir að valda dauða efnilegs kylfings
Amanda Catherine Lowery, 42 ára var í dag í High Court í Hamilton, Nýja-Sjálandi dæmd til 4 ára og 2 mánaða fangelsis fyrir að valda dauða efnilega kylfingsins Shaynu Kumitau, 18 ára, af völdum ölvunaraksturs. Tildrög málsins voru þau að Lowery keyrði á Valentínusardeginum, 14. febrúar í ár, drukkin á bíl 4 ungmenna, Shaynu Kumitau, 18 ára; Abby Benge, 19 ára; Rebekku Marsh, 19 ára og Samuel Tait, 22 ára, á State Highway 23 í Whatawhata, Nýja-Sjálandi. Lowery var með 1,9 prómill alkóhóls í blóði, en leyfileg mörk eru 0,8 á Nýja-Sjálandi. Hávaðinn af samstuði bílanna var svo mikill að táningur í nærliggjandi húsi sem var með heyrnartól að hlusta á háværa Lesa meira
GS: Kjartan og Freyr Marinó spiluðu best allra á 2. móti Haustmótaraðar GS Bílahótel
Á laugardaginn s.l., 19. október 2013, fór fram 2. mótið í Haustmótaröð GS Bílahótels. Þátttakendur voru 86 þar af 8 kvenkylfingar. Leikform var hefðbundið: höggleikur án forgjafar (1 verðlaun) og punktakeppni með forgjöf (3 verðlaun) Úrslit urðu þau að Kjartan Einarsson, GK var á besta skorinu, pari vallar, 72 höggum. Punktakeppnina á hvorki fleirum né færri punktum en 51! sigraði heimamaðurinn Freyr Marinó Valgarðsson, GS. Freyr Marinó sem er skráður með 19 í forgjöf lék Leiruna á 6 yfir pari vallar, 78 höggum. Í 2. sæti í punktakeppninni varð Steingrímur Hjörtur Haraldsson, GR á 42 punktum og félagi hans í GR, Jón Kristján Ólason varð í 3. sæti á 41 punkti. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Ragnar Már hefja í dag leik í Louisiana
Andri Þór Björnsson, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG hefja í dag leik á Jim Rivers Intercollegiate mótinu í Choudrant, Louisiana. Þátttakendur eru 66 frá 12 háskólum. Fylgjast má með gengi þeirra Andra Þórs og Ragnars Más með því að SMELLA HÉR:
PGA: Simpson sigraði á Shriners
Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson vann sannfærandi sigur á Shriners Hospitals for Children Open mótinu, sem fram fór á TPC Summerlin golfvellinum í Las Vegas, Nevada. Hann lék samtals á 24 undir pari, 260 höggum (64 63 67 66). Í 2. sæti, á samtals 18 undir pari, heilum 6 höggum á eftir Simpson voru þeir Ryo Ishikawa og Jason Bohn. Til þess að sjá lokastöðuna á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR:
GSG: Þór Ríkharðs og John Berry sigruðu á Haustmótaröð Golfbúðarinnar nr. 1
Í gær, 19. október 2013, fór fram fyrsta mót í Haustmótaröð Golfbúðarinnar á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Þátttakendur voru 46 þar af 2 kvenkylfingar. Leikformið var höggleikur með forgjöf (veitt 1 verðlaun fyrir efsta sætið þ.e. besta skor) og punktakeppni með forgjöf (veitt 3 verðlaun fyrir efstu sætin). Á besta skorinu var heimamaðurinn Þór Ríkharðsson, GSG, á 2 yfir pari, 74 höggum (37 högg á seinni 9) og hlaut hann 15.000 króna úttekt í Golfbúðinni í Hafnarfirði. Bjarni Benediktsson, GKJ var líka á 74 höggum en með fleiri högg 40 á seinni 9. Í fyrsta sæti í punktakeppninni varð John Steven Berry , GSG, með 37 punkta (21 punkt á seinni Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst bætti sig með hverjum hring – lauk leik á 74
Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU tók nú um helgina þátt í U.S. Collegiate Championship mótinu í Alpharetta, Georgíu. Mótið stóð dagana 18.-20. október 2013 og lauk í dag. Þátttakendur voru 78 frá 15 háskólum. Guðmundur Ágúst lék samtals á 12 yfir pari, en bætti sig með hverjum hring – byrjaði afleitlega á 78 höggum, bætti sig næsta dag í 76 og lauk síðan leik í dag á 74 höggum. Hann var því miður á lakasta skori ETSU, sem lauk leik í 12. sæti í liðakeppninni og taldi skor Guðmundar Ágústs ekki. Næsta mót ETSU er Warrioe Princeville Makai Invitational, sem hefst 4. nóvember n.k. í Lesa meira
Shriners Hospitals for Children Open í beinni
Mót vikunnar á PGA Tour er Shriners Hospitals for Children Open, sem fram fer á TPC Summerlin í Las Vegas, Nevada. Nú í kvöld er leikinn lokahringurinn. Til þess að sjá Shriners Hospitals for Children Open í beinni SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Amy Yang sigraði á KEB HanaBank mótinu
Það var Amy Yang frá Suður-Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á LPGA KEB HanaBank Championship. Þetta er fyrsti sigur Yang á LPGA og sá 4. á keppnistímabilinu, þar sem kvenkylfingar eru að vinna fyrstu sigra sína á mótaröðinni. Yang lék á samtals 9 undir pari líkt og landa hennar Hee Kyung Seo. Það varð því að koma til umspils milli þeirra á Ocean golfvelli Sky72 golfklúbbsins í Incheon og þar hafði Yang betur þegar á 1. holu. Þrjár deildu 3. sætinu: norska frænka okkar Suzann Pettersen, Michelle Wie!!! og heimakonan Sei Young Kim. Gaman að sjá Wie aftur í einu toppsætanna – e.t.v. próteinsríki kolkrabbinn sem hún snæddi Lesa meira




