Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2013 | 15:00

Lindsey treystir því að Tiger haldi ekki framhjá sér

Tiger Woods var ekki beinlínis tryggur og trúr í hjúskap sínum við Elínu Nordegren, en í þetta sinn á allt að vera öðruvísi.

Tiger er búinn að vera með ólympíuskíðadrottningunni, Lindsey Vonn, mestan hluta ársins 2013 og Lindsey virðist treysta því fullkomlega að Tiger muni ekki halda framhjá sér.

Lindsey hélt óopinberan fund heima hjá sér í Vail, Colorado og var m.a. spurð út í samband sitt við Tiger og hvort hún gæti treyst honum að halda ekki framhjá sér.

Henni var greinilega brugðið við spurninguna, en virtist ekki hafa neinar áhyggjur í sambandi sínum við Tiger, skv. grein í Minneapolis Star Tribune.

Hún sagði: „Ah, ég veit ekki.  Þetta er skrítin spurning. En aah, ég meina maður verður bara að treysta þeim sem maður er með og við erum hamingjusöm og allt það.“