Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2013 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst bætti sig með hverjum hring – lauk leik á 74

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU  tók nú um helgina þátt í  U.S. Collegiate Championship mótinu í Alpharetta, Georgíu.

Mótið stóð dagana 18.-20. október 2013 og  lauk í dag. Þátttakendur voru 78 frá 15 háskólum.

Guðmundur Ágúst lék samtals á 12 yfir pari, en bætti sig með hverjum hring – byrjaði afleitlega á 78 höggum, bætti sig næsta dag í 76 og lauk síðan leik í dag á 74 höggum.

Hann var því miður á lakasta skori ETSU, sem lauk leik í 12. sæti í liðakeppninni og taldi skor Guðmundar Ágústs ekki.

Næsta mót ETSU er Warrioe Princeville Makai Invitational, sem hefst 4. nóvember n.k. í Kauai, á Hawaii.

Til þess að sjá lokastöðuna á  U.S. Collegiate Championship mótinu  SMELLIÐ HÉR: