Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2013 | 15:30

LPGA: Amy Yang sigraði á KEB HanaBank mótinu

Það var Amy Yang frá Suður-Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á LPGA KEB HanaBank Championship.

Þetta er fyrsti sigur Yang á LPGA og sá 4. á keppnistímabilinu, þar sem kvenkylfingar eru að vinna fyrstu sigra sína á mótaröðinni.

Yang lék á samtals 9 undir pari líkt og landa hennar Hee Kyung Seo.   Það varð því að koma til umspils milli þeirra á Ocean golfvelli Sky72 golfklúbbsins í Incheon og þar hafði Yang betur þegar á 1. holu.

Þrjár deildu 3. sætinu: norska frænka okkar Suzann Pettersen, Michelle Wie!!! og heimakonan Sei Young Kim.

Gaman að sjá Wie aftur í einu toppsætanna – e.t.v. próteinsríki kolkrabbinn sem hún snæddi um daginn í Suður-Kóreu hafi átt sinn þátt í máli – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á LPGA KEB HanaBank Championship SMELLIÐ HÉR: