
Hvað gerði Dyson rangt?- Myndskeið
Enska kylfingnum Simon Dyson var vikið úr móti eftir að hafa skrifað undir rangt skorkort á BMW Masters á Lake Malaren í Shanghai, Kína s.l. helgi.
Það var glöggur sjónvarpsáhorfandi sem benti dómurum mótsins á brot Dyson, en Dyson snerti púttlínu sína með bolta sínum, sem er brot á. reglu 16-1a. Varðar höggið 2 höggum í víti í höggleik og holutapi í holukeppni.
Í reglu 16-1a segir einfaldlega að púttlínuna megi ekki snerta nema í þartilgreindum undantekningum. Reglan hljóðar svo:
16-1. Almennt a. Snerting púttlínu Púttlínuna má ekki snerta nema: (i) leikmaðurinn má fjarlægja lausung, svo fremi að hann þrýsti engu niður; (ii) leikmaðurinn má leggja kylfuna niður fyrir framan boltann við miðun, svo fremi að hann þrýsti engu niður; (iii) við mælingu – regla 18-6; (iv) við að lyfta boltanum eða leggja hann aftur – regla 16-1b; (v) við að ýta niður boltamerki; (vi) við viðgerð á töppum eldri holna eða boltaförum á flötinni – regla 16-1c, og (vii) við að fjarlægja hreyfanlegar hindranir – regla 24-1. (Að benda á línu fyrir pútt á flötinni – sjá reglu 8-2b)
Engar ofangreindar undantekningar frá reglunni eiga við Dyson.
Virðist þar að auki að Dyson hafi þrýst boltanum niður til að, að því er virðist slétta ósléttu eftir skóbrodda. Eins og segir varðar brotið 2 höggum í víti, sem Dyson bætti ekki á skorkort sitt og því var honum vikið úr mótinu.
Leikmannanefnd Evrópumótaraðarinnar er sögð hafa skoðað atvikið og urðu menn, að sögn, æfir þar á bæ og er nú til umræðu hvort kalla eigi saman aganefnd, en þá verður Dyson auk frávikningarinnar úr mótinu líklega sektaður eða settur í keppnisbann eða hreinlega vikið úr Evrópumótaröðinni. Þetta er allt liður í að taka harðar á reglubrotum innan golfíþróttarinnar.
Til þess að sjá myndsskeið af broti Dyson SMELLIÐ HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi