Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 09:45

Þjálfari Man City settur á biðlista í golfklúbb

Þjálfari enska fótboltaliðsins Manchester City,  Manuel Pellegrini hefir verið settur á biðlista í golfklúbbi þar sem hann og kona hans sóttu um félagsaðild, þ.e. Hale Golf Club.

Sagt er að Pellegrini hafi þegar farið að leita sér að hentugum golfklúbb eftir að hann kom til Manchester og féll fyrir 9 holu golfvelli Hale, ásamt konu sinni, sem líka er æstur kylfingur.

Pellegrini ásamt konu sinni á golfvelli í Malaga

Pellegrini ásamt konu sinni á golfvelli í Malaga

Chile-maðurinn Pellegrini hefir tekið nokkra hringi ásamt konu sinni í Hale og búist var við að þau yrðu tekin inn sem félagar þá þegar vegna þess hve þekktur Pellegrini er, sem og því að hann átti ekki í nokkrum vandræðum með að greiða inntökugjald £1,245 (eitthvað um 200.000 íslenskar krónur) og félagsgjöld  fyrir 1 ár sem eru u.þ.b. £925 (kr. 150.000,- íslenskar krónur) per mann.

En hinn 60 ára Pellegrini hefir bara verið settur á biðlista hjá Hale golfklúbbnum eins og allir aðrir meðan farið er yfir feril hans.  Það sem kynni að tefja fyrir inngöngu hans  er að hann virðist virða siðareglur að vettugi. Þannig tók hann t.a.m. ekki í höndina á Jose Mourinho eftir að City tapaði 2-1 á Stamford Bridge á sunnudaginn!  Breskir fjölmiðlar skemmta sér yfir þessu og segja að Pellegrini verði bara að „ex-hale“ (snúið út úr nafni golfklúbbsins) þ.e. anda frá sér,  vera rólegur.

Klúbbhús Hale golfklúbbsins

Klúbbhús Hale golfklúbbsins

Annars er gaman að fylgjast með þessu „ástarsambandi“ sem virðist vera milli knattspyrnunnar og golfíþróttarinnar.

Þannig er t.a.m. Mobberley golfklúbburinn í Cheshire á Englandi,  enn einn fíni golfklúbburinn sem á í fjárhagsvandræðum. og þarfnast nauðsynlega £2.5 milljóna endurnýjunnar og þar er miðjuleikmaður City,  Gareth Barry, sagður ætla að bjarga málum.

Margar  stjörnur Manchester United sem átt hafa í vandræðum á fótboltaleikvöllum  sjást oft í golfmótum; segja að golfið fái þá til að slaka á;  Real Madrid smástjörnur sáust jafnvel í footgolf, sem er ný íþrótt, afkvæmi fótbolta og golfs.

Svo mátti t.a.m. líka sjá  Joost Luiten spila með hollenska knattspyrnuliðinu Feyenoord   (Smellið á feitletruðu, undirstrikuðu tenglana til þess að lesa fréttir um fótboltastjörnurnar og golfið!)