Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 09:15

Evrópurtúrinn: Rory efstur eftir 1. hring HSBC

Rory McIlroy spilaði frábært golf á HSBC heimsmótinu, sem hófst á golfvelli Sheshan International GC, í Shanghaí í Kína í nótt að okkar tíma.

Rory lék á 7 undir pari, 65 höggum og trónir einn á toppnum eftir 1. dag!!!  Það var hrein unun að horfa á hann í nótt – allt virtist fara nákvæmlega þangað sem hann ætlaði höggunum.

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Rory, eru Gonzalo Fdez-Castaño og Jamie Donaldsson, sem báðir komu í hús á 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring HSBC heimsmótsins SMELLIÐ HÉR: