Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2013 | 08:15

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Haraldur Franklín á 3. bestu skorum liða sinna eftir fyrri dag ASU mótsins í Alabama

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette hófu í gær leik á ASU Fall Beach Classic, sem fram fer í Peninsula Golf & Racquet Club á Golf Shores, Alabama. Þetta eru síðustu mót Andra Þórs og Haraldar Franklín fyrir jól.

Þátttakendur í ASU Fall Beach Classic eru 73 frá 13 háskólum.  Mótið stendur 4.-5. nóvember og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld.

Eftir fyrri mótsdag þar sem spilaðir voru 2 hringir er Haraldur Franklín T-22 í einstaklingskeppninni og Louisiana Lafayette í 5. sætinu í liðakeppninni og telur þar skor Haraldar sem er á 3. besta skori liðs síns. Haraldur Franklín lék hringina 2 á samtals 148 höggum (75 73).

Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1

Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1

Andri Þór lék hringina tvo á samtals 152 höggum (77 75) og er T-41 og líka á 3. besta skori liðs síns, en Nicholls State er í 11. sæti í liðakeppninni eftir fyrri dag.

Til þess að sjá stöðuna á ASU Fall Beach Classic eftir fyrri dag SMELLIÐ HÉR: