Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2013 | 08:30

Els mótmælir – ekki með í Dubaí

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Ernie Els hefir lýst því sem „skrípaleik“ að Evrópumótaröðin sé að gera kröfur um aukna keppnisþátttöku kylfinga á Evrópumótaröðinni. Í mótmælaskyni ætlar Els ekki að taka þátt í flaggskipsmóti mótaraðarinnar í Dubaí.

Els er fúll yfir nýjum reglum Evrópumótaraðarinnar að  kylfingar verði að spila í 2 af 3 mótum sem eru á undan lokamótinu í Dubaí, til þess að mega taka þátt í Dubaí, en flestir vilja komast þangað til að geta keppt um $ 8 milljóna verðlaunaféð.

Els finnst það að takmarka þátttakendur við 60 efstu á stigalistanum ætti að vera nóg.  Til þess að vera meðal efstu 60 verða kylfingar að hafa gert eitthvað þ.e. keppt og sigrað eða verið ofarlega í mótum til þess að komast í þann hóp.  Honum finnst það að gera aukaskilyrði um að spila í 2 af 3 mótum næst á undan Dubaí mótinu til þess að geta yfirleitt tekið þátt í því og herða þannig skilyrðin um þátttöku „arfavitlaust.“

Sjónarmið Evrópumótaraðarinnar er aftur á móti það að helstu stjörnur þeirrar mótaraðar verði að taka þátt í lágmarksfjölda móta á þeirri mótaröð og sérstaklega í hið ábatasama Dubai mót. Það kemur til af því að helstu stjörnur Evrópumótaraðarinnar sækja í auknum mæli til Bandaríkjanna á US PGA Tour, þar sem verðlaunafé er umtalsvert hærra en í Evrópu en fleyta síðan rjómann taka bara þátt í þeim mótum sem gefa mest af sér (og ná yfirleitt góðum árangri þar) en láta ekki sjá sig í mótum þess á milli, sem aftur á móti dregur úr áhuga sjónvarpsáhorfenda þegar helstu stjörnurnar vantar og þá tapar Evrópumótaröðin.  Hún er því að gera kröfur um að stjörnurnar spili og láti sjá sig í mótum, sem þeir eru búnir að græða milljónir á.

Els, sem er fjórfaldur risamótsmeistari og hefir verið á Evrópumótaröðinni í næstum 2 áratugi, er hins vegar særður vegna þess að öllum á Evrópumótaröðinni er sama hvort hann spilar í Dubaí eða ekki.

„Ég held að þeim sé sama“ sagði Els mæðulega aðspurður að því hvernig forsvarsmenn mótaraðarinnar hefðu brugðist við fréttum um að einn elsti þátttakandinn myndi ekki spila í Dubaí.

„En hvers vegna að taka ákvörðun sem þessa og búast við að strákarnir spili? Þetta er skrípaleikur. Að mínu áliti er þetta algjör brandari.“

Els, sem spilar líka á US PGA Tour sagði að hann skyldi af hverju Evrópumótaröðin vildi að toppleikmenn mótaraðarinnar yrðu að hafa fyrir því að og hvetja þá (með reglunum) til að spila meir í Asíu.

„Ég skil (sjónarmið mótaraðarinnar) en þetta er arfavitlaust,“ sagði hann. „Ég hef spilað á báðum mótaröðum frá árinu 1994 og það hafa ekki verið vandræði en af einhverjum ástæðum er Evrópumótaröðin nú að búast við því af okkur að við spilum fulla dagskrá.“

„Við vorum vanir að verða að spila í 7 mótum á Evrópumótaröðinni til þess að geta haldið kortunum okkar. Nú verðum við að spila í fleiri mótum en í Bandaríkjunum. (Þetta er stefnan) sem þeir tekið. Mér finnst hún bara röng.

„Ég verð að líta á dagskrána mína. Ég hef verið á mótaröðinni á uppgangsárum hennar, í 22 ár, og nú eru þeir að gera það næstum ómögulegt fyrir mig að halda áfram að spila á mótaröðinni.

„(Ekkert metið við mann) alla þá góðu hluti sem ég hef gert fyrir mótaröðina og fullt af öðrum strákum líka. Þeir hafa veitt mér heiðursaðild og allt það, en áttin sem þeir halda í er ekki rétt.“

„Það var alltaf hægt að spila á báðum mótaröðum. Menn eins og Luke Donald og Rory McIlroy hafa orðið efstir á peningalistum beggja mótaraða á einu og sama árinu.“

„Nú verðum við að taka ákvörðun (á hvorri mótaröðinni eigi að spila) þegar við þurftum þess aldrei áður (þ.e. að taka slíka ákvörðun). Strákarnir munu ekki halda áfram að gera þetta. Við eigum fjölskyldur og erum með dagskrár sem við verðum að halda.

Ernie Els - Meistari Opna breska 2012

Ernie Els – Meistari Opna breska 2012 – Eiga stórstjörnurnar bara að fá að velja í hvaða mótum Evrópumótaraðarinnar þær spila – Eigum við bara að sjá þær í stórmótunum?

Ergilegur Els

Það er einkum reglan um að leikmenn Evrópuraðarinnar verði að spila í 2 af 3 síðustu mótum fyrir stórmótið í Dubaí til þess að geta yfir höfuð tekið þátt í Dubaí, sem hefir valdið ergelsi hjá Els. Um eftirfarandi mót er að ræða: BMW Masters í  Shanghai, Kína; WGC-HSBC Champions tournament sem lauk í Shanghai nú í gær og síðan mót vikunnar: Turkish Airlines Open.

Framangreindar athugasemdir Els voru látnar falla þegar hann var að árita flögg á HSBC Champions mótinu nú um helgina og þær lýsa í raun vel því torræði sem Evrópumótaröðin stendur frammi fyrir, en mótaröðin á í vandræðum með að halda í við miklu ríkari US PGA Tour og margir leikmanna Evrópumótaraðarinnar, sem ekki eru Bandaríkjamenn kjósa í auknum mæli að spila bara í Bandaríkjunum (t.d. Lee Westwood).

Annað dæmi er nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott.  Hann dró sig hægt og hljótt úr Evrópumótaröðinni fyrir nokkrum árum og spilar nú næstum eingöngu í Bandaríkjunum og í heimalandi sínu, Ástralíu.

Og nú er Ernie Els, 44 ára, sem tvívegis hefir sigrað á Opna breska og Opna bandaríska, að hugsa um að spila ekki lengur á Evrópumótaröðinni en hann hefir verið andlit mannsins utan Evrópu á mótaröðinni eins og segir í rúma tvo áratugi og það er álitshnekkir fyrir Evrópumótaröðina að koma ekki af sóma fram við hann.

Els er í 14. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinar. Aðeins 60 efstu á stigalistanum fá að spila þ.e. þeir sem tekið hafa þátt í 2 af 3 mótum sem eru undanfari mótsins í Dubaí.

Jafnvægisþrautin að reyna að fá toppkylfinga Evrópumótaraðarinnar til þess að spila reglulega í mótum mótaraðarinnar, án þess að hrekja þá frá mótaröðinni verður væntanlega um ókomnar stundir höfuðverkur forsvarsmanna Evrópumótaraðarinnar.