Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2013 | 22:00

Johnson bræður í sviðsljósinu í Shanghaí!

Dustin Johnson (oft kallaður DJ) lauk við 2013 keppnistímabilið á sama hátt og hann hóf það, með því að vinna sér inn óheyrilega peningafjárhæð eftir að hafa haft betur gegn samkeppninni, sem flestallir hafa sigrað á stórum atvinnumótum.

Annað markvert sem gerðist í gær í Shanghaí á HSBC mótinu var að fyrrum nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy tryggði sér sæti á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubaí. En á það er bara minnst svona í framhjáhlaupi.

Sigur DJ var sætur því litli bróðir hans, Austin var á pokanum hjá honum í stað kaddýsins Bobby Brown og kærestan, Paulina Gretzky fylgdist með hverju fótspori síns heittelskaða allar 72 holurnar í Sheshan golfklúbbnum.  Paulina, er fyrir þá sem ekki vita það, dóttir hokkígoðsagnarinnar kanadísku Wayne Gretzky.

Myndir úr fríinu í Thaílandi t.h.: Austin, Paulina og Dustin

Myndir úr fríinu í Thaílandi. T.v.: Kærestuparið DJ og Paulina. T.h.: Austin, Paulina og Dustin

Á 18. holu á lokahringnum fögnuðu þau þrjú gífurlega þegar Dustin tók við sigurtékkanum upp á $ 1.4 (180 milljónir íslenskra króna) eftir að hafa unnið næsta mann sem á eftir honum kom, Ryder Cup stjörnuna, Ian Poulter, sem átti titil að verja, með 3 höggum.

„Bróðir minn kom til þess að kaddýast fyrir mig í Ástralíu og síðan kom hann til Thaílands með mér,“ sagði DJ.

Myndir úr fríinu í Thaílandi af DJ og Paulinu

Myndir úr fríinu í Thaílandi af DJ og Paulinu

Þau þrjú, Austin, Dustin og Paulina vörðu fríinu saman í Thaílandi eftir að DJ landaði 12. sætinu í móti Evrópumótaraðarinnar Perth International  fyrir 2 vikum.

Mynd af DJ og Paulinu um borð í hraðbát

Mynd af DJ og Paulinu um borð í hraðbát í fríinu

„Ég hringdi bara í Bobby og sagði honum að það hefði ekkert upp á sig fyrir hann að fljúga alla leið til Shanghaí fyrir 1 viku, sérstaklega þar sem hann langaði ekkert vegna þess að hann er nýbakaður faðir,“ sagði DJ.

Johnsonarnir og ungfrú Gretzy skemmtu sér konunglega í Thaílandi og settu fullt af myndum af sér á félagsmiðlana (m.a. þær hér að ofan og enn ofar innan um Tiger-a og fíla – greinilega dýraelskt par).

Síðasta mót sem DJ vann á undan HSBC var Hyundai Tournament of Champions í Hawaii, fyrsta mótið sem hann tók þátt í  2013.

Fríið í Thaílandi með kærestunni og bróður hans hefir greinilega haft góð áhrif á hann þar sem hann sigraði í gær í síðasta móti sem hann tekur þátt í, í ár.