
Birgir Leifur á 70 á 3. degi
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, stóð sig vel í dag, á 3. hring úrtökumótsins á Lumine golfstaðnum í Tarragona, á Spáni.
Hann lék á 1 undir pari, 70 höggum og er T-41, þ.e. deilir 41. sætinu með 3 öðrum kylfingum.
Aðeins 20 efstu komast áfram á lokaúrtökumótið í Girona í desember n.k. og ljóst að Birgir Leifur verður að vera einbeittur á morgun og eiga feykigóðan hring til þess að komast til Girona.
Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 2 undir pari, 211 höggum (70 71 70). Efsti maður, Englendingurinn Chris Hanson, hefir leikið á samtals 201 höggi (64 70 67) þannig að það munar að meðaltali 3 höggum á hverjum hring á honum og Birgi Leif.
Ekki er öll nótt úti enn. Segjum að Hanson léki á sléttu pari, 71 höggi, á morgun þá væri hann á samtals 272 höggum. Birgir Leifur yrði þá að spila á 60 höggum til þess að ná efsta sætinu, þ.e. vera á 271 höggi, sem er fremur ólíklegt að gerist eða vera á 61 höggi til að jafna við Hanson (61 höggi, líkt og Fannar Ingi var á, á Hellu!!!) að því gefnu að Hanson verði yfirleitt á pari.
En framangreint s.s. ekki endilega markmiðið … aðeins að ná að verða meðal efstu 20!
Fyrir lokahringinn eru þeir sem eru T-16 (9 kylfingar) búnir að leika á samtals 6 undir pari, hver. Það eru því 4 högg sem Birgir Leifur verður nauðsynlega að vinna upp. Hann yrði helst að eiga hring upp á 4 undir pari, 67 (og stóla á að einhverjir af þessum 9 eigi ekki sína bestu hringi) eða vera á 5-6 undir pari þ.e. 65-66 höggum til þess að vera öruggur. Það er ljóst að Birgis Leifs bíður afar erfiður hringur á morgun og vonandi að honum gangi sem allra best.
Hér má sjá stöðuna í Tarragona fyrir lokarhringinn SMELLIÐ HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi