The clubhouse of Golf Club Siglufjörður (GKS). Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2013 | 09:00

GKS: „Golfsumar GKS 2013″ eftir Ingvar Kr. Hreinsson – SNAG til Siglufjarðar!

Í sumum golfklúbbum er svo sem siður er farið að gera golfárið upp. Ingvar Kr. Hreinsson, formaður GKS gerir hér upp golfsumarið hjá Golfklúbbi Siglufjarðar í góðri grein:

Invar Hreinsson, formaður GKS, á 1. Siglfirðingamótinu, sem haldið var á Hlíðarvelli 2011

Ingvar Hreinsson, formaður GKS, á 1. Siglfirðingamótinu, sem haldið var á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ, í september 2011 í blíðskaparveðri. Mynd: Golf 1

„Óhætt er að segja að golfsumarið 2013 hafi ekki byrjað glæsilega, snjó tók ekki upp af vellinum fyrr en í byrjun júní og kom þá í ljós að 7 af 9 flötum vallarins voru meira og minna ónýtar af kalsárum. Útbúnar voru svokallaðar vetrarflatir til þess að hægt væri að opna völlinn.  Ekki var hægt að byrja keppni fyrr en 12. júní.  Á dagskrá sumarsins voru 24 mót en fresta eða fella þurfti niður 5 mót bæði vegna vallaraðstæðna og veðurs.

Stærsta mótið sem fél niður var stórmót KLM, en þetta mót hafa KLM- verðlaunagripir styrkt myndarlega síðastliðin 15-20 ár.  Það er leitun að bakhjarli, sem hefur stutt GKS lengur en KLM.  Rauðku mótaröðin var að vanda mjög vegleg.  10 mót voru haldin á miðvikudagskvöldum í sumar og vietti Rauðka glæsileg verðlaun fyrir 3 fyrstu sætin í hverju móti.  Sigurvegari mótaraðarinnar var Sævar Örn Kárason.

Að vanda var fjölmennasta mót sumarsins Sigló Open um verslunarmannahelgina.  Ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við kylfinga að þessu sinni, nokkuð hvasst og rigning.  40 voru skráðir til leiks en einungis 30 mættu.  Aðal styrktaraðili mótsins er Aðalbakarinn ehf.

Meistaramót fór fram helgina 12.-14. júlí.  Úrslit urðu eftirfarandi:

1. flokkur karla

1. Björn Steinar Stefánsson

2. Grétar Bragi Hallgrímsson

3. Þorsteinn Jóhannsson

F.v.: Grétar Bragi Hallgrímsson, klúbbmeistarinn 2013 Björn Steinar Stefánsson og Þorsteinn Jóhannsson. Mynd: GKS

F.v.: Grétar Bragi Hallgrímsson, klúbbmeistarinn 2013 Björn Steinar Stefánsson og Þorsteinn Jóhannsson. Mynd: GKS

2. flokkur karla

1. Ólafur Þór Ólafsson

2. Kári Arnar Kárason

3. Arnar Freyr Þrastarson

Sigurvegarar í 2. flokki á Meistaramóti GKS 2013. F.v.: Arnar Freyr Þrastarson, sigurvegari í 2. flokki Ólafur Þór Ólafsson og Kári Arnar Kárason, sem varð í 2. sæti. Mynd: GKS

Sigurvegarar í 2. flokki á Meistaramóti GKS 2013. F.v.: Arnar Freyr Þrastarson, sigurvegari í 2. flokki Ólafur Þór Ólafsson og Kári Arnar Kárason, sem varð í 2. sæti. Mynd: GKS

1. flokkur kvenna

1. Hulda Guðveig Magnúsardóttir

2. Ólína Þórey Guðjónsdóttir

3. Jósefína Benediktsdóttir

Keppendur í 1. flokki kvenna Hulda Guðveig Magnúsardóttir t.v. klúbbmeistari kvenna hjá GKS 2012 og Ólína Þórey Guðjónsdóttir, sem varð í 2. sæti í kvennaflokki meistaramótsins. Mynd: GKS

Keppendur í 1. flokki kvenna Hulda Guðveig Magnúsardóttir t.v. klúbbmeistari kvenna hjá GKS 2012 og 2013 og Ólína Þórey Guðjónsdóttir, sem varð í 2. sæti í kvennaflokki meistaramótsins. Mynd: GKS

Siglfirðingamótið var haldið á Akranesi 25. ágúst í þokkalegu veðri.  Þátttakendur voru um 50 manns. Mótið var haldið í þriðja sinn og er komið til að vera. Mótið verður haldið á Akranesi (næst) um miðjan ágúst 2014.  Veg og vanda af þessu móti höfðu þeir félagar Jói Möller, Kári Arnar og Bjössi Biddu.  Hafi þeir kæra þökk fyrir frábært mót.

Framkvæmdum við nýja golfvöllinn miðar vel, þó tókst ekki að sá í hann allan fyrir haustið vegna þess hversu seint voraði og bleytutíðar í sumar.  Þá hefur framkvæmdaraðilinn Leyningsáss ses. aukið umfang framkvæmda svo sem með nýrri brú yfir Leyningsá, sjálfvirku vökvunarkerfi við allar flatir, auknum grjóthleðslum við Leyningsá ofl.  Þetta ætti þó ekki að seinka opnun vallarins síðsumars 2015.

Sökum þess hversu stutt er í nýjan golfvöll mun klúbburinn ekki eyða miklum peningum í að lagfæra gamla völlinn og er þess vegna viðbúið að sá gamli verði ekki upp á sitt besta næstu tvö ár, þ.e. ekki verður farið í dýrar viðgerðir á flötum en reynt eftir fremsta megni að lagfæra þær þannig að þær verð leikhæfar með sem minnstum tilkostnaði.

SNAG golfútbúnaður er lítríkur og spennandi fyrir yngstu kylfinganna .... en jafnvel þeir eldri geta nýtt sér SNAG

SNAG golfútbúnaður er lítríkur og spennandi fyrir yngstu kylfinganna …. en jafnvel þeir eldri geta nýtt sér SNAG sem og fólk af báðum kynjum

Nú á haustmánuðum mun golfklúbburinn fjárfesta í nýjum búnaði til golfkennslu og kynningar. Um er að ræða nýtt kennslukerfi, sem ætlað er fólki á öllum aldri og af hvaða getustigum sem er.  Kerfið hentar báðum kynjum, börnum, fullorðnum og öldruðum. Kerfið nefnist SNAG (Starting New at Golf) og má setja upp hvort sem er inni eða úti.

Golfklúbburinn þakkar þeim fjölmörgu styrktaraðilum, sem haldið hafa tryggð við hann í gegnum tíðina og hlakkar til frekara samstarfs.“

Ingvar Kr. Hreinsson formaður GKS