Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2013 | 02:30

PGA: Baird og Kirk í forystu fyrir lokahring McGladrey´s

Það eru þeir Chris Kirk og Briny Baird sem leiða fyrir lokahring McGladrey´s Classic mótsins, sem hefst seinna í dag.

Baird hefir 5 sinnum verið í 2. sæti í 365 mótum, sem  hann hefir spilað í á PGA Tour, þannig að nú er færi fyrir hann að krækja í 1. sigur sinn.

Báðir eru þeir Kirk og Baird búnir að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum; Baird (63 70 67) og Kirk (66 66 68).

Forysta Baird og Kirk er naum því á hæla þeirra í 3. sæti eru Kevin Stadler, Brian Gay og John Senden á samtals 9 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag McGladrey´s Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á McGladrey´s Classic SMELLIÐ HÉR: