Chris Kirk eftir sigurinn á McGladreys Classic 10. nóvember 2013
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2013 | 08:30

PGA: Chris Kirk stóð uppi sem sigurvegari á McGladrey´s Classic

Það var Chris Kirk, sem stóð uppi sem sigurvegari á McGladrey´s Classic í gær.

Kirk lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (66 66 68 66).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir urðu Tim Clark og Briny Baird, á samtals 13 undir pari, 267 höggum.

Fjórða sætinu deildu síðan Brian Gay, John Senden og Scott Brown á samtals 12 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á McGladrey´s Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunktana á lokadegi McGladrey´s Classic SMELLIÐ HÉR: