Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2013 | 10:00

Tiger óviss hvort hann spili aftur í Turkish Airlines Open

Nr. 1 á heimslistanum Tiger Woods sagði hann hefði notið þess út í ystu æsar að spila í 1. Turkish Airlines Open mótinu í þessari viku en neitaði að staðfesta að hann myndi spila á Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili.

„Þetta var skemmtilegt mót,“ sagði Tiger við blaðamenn eftir að hann lauk lokahringnum á 67 höggum og varð í 3. sæti.

„Maður varð bara að vera agressívur allan tímann og það endurspeglaðist í því hversu margir strákanna náðu 4 eða 5 fuglum í röð. Ég sagði að 20+ undir pari myndi vinna titilinn þessa vikuna og það endaði einmitt þannig.“

Aðspurður hvort hann myndi spila aftur i Tyrklandi 2014 svaraði Tiger: „Ég veit ekki.“

„Ég varð betri eftir því sem leið á vikuna. Í gær var slátturinn ekkert sérstakur á seinni 9 en yfir allt mótið var hann ansi góður.“

Reyndar var Woods í alveg glimrandi formi, sérstaklega á 2. hring þegar hann lék á 9 undir pari, 63 höggum, en missti aðeins fótanna eftir að koma í hús á 68 höggum, á laugardeginum.

14-faldi risamótsmeistarinn  (Tiger) er enn að svara um gagnrýnisröddunum sem sögðu þegar hann rann niður heimslistann 2011 að hann myndi aldrei ná aftur fyrri hæðum í golfleiknum.

„Fyrir tveimur árum voru mörg ykkar sem sögðu að ég myndi aldrei sigra aftur,“ sagði Tiger.

„Síðan þá hef ég sigrað 8 sinnum, þar af 5 sinnum á þessu ári, þannig að ég er mjög ánægður með framfarirnar sem ég hef tekið. Ég hef sigrað á stöðum sem voru mjög erfiðir og að vera hluti af sigurliðinu í Forsetabikarnum með Freddie (Couples) (sem fyrirliða) var annað sérstakt augnablik.“

Tiger spilar aðeins í 1 móti enn á þessu ári en það er hans eigið mót World Challenge í Kaliforníu í næsta mánuði.

„Ég ætla að hvíla kylfurnar, svolítið, það verður ágætt,“ sagði hann, „svo er annað frábært mót með frábærum keppendum (í desember) þannig að ég hlakka til að fara þangað og keppa.“