Jason Day missti ættingja í fellibyl
Fellibylurinn Haiyan sem geysaði um Filippseyjar hefir haft áhrif á líf hundruðþúsunda manna. Skv. fréttamanni Herald Sun, Dwayne Grant, er ástalski kylfingurinn Jason Day meðal þeirra fjölmörgu, sem misst hafa ættingja í fellibylnum. Day missti ömmu sína, móðursystur og 6 frændsystkini sín. Önnur móðursystir Day komst lífs af, en bylurinn feykti henni til næsta þorps og enn önnur móðursystir hans og fjölskylda hennar komust lífs af með því að þau bundu sig föst við póst á háalofti húss þeirra. Day sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu á CBS News: „Ég er djúpt snortinn og sorgmæddur yfir að þurfa að staðfesta að fjölmargir ættingjar mínir hafa látið lífið í felllibylnum Haiyan. Fjölskylda Lesa meira
PGA: Harris English sigraði á OHL Classic
Það var bandaríski kylfingurinn Harris English, sem stóð uppi sem sigurvegari í OHL Classic mótinu í Mayakoba, í Mexíkó í nótt. English lék á samtals 21 undir pari, 263 höggum (68 62 68 65). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Harris English með því að SMELLA HÉR: Hann átti 4 högg á þann sem næstur kom Brian Stuard sem lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (65 70 65 67). Þrír kylfingar deildu síðan 3. sætinu þeir Rory Sabbatini, Chris Stoud og Jason Bohn. Sænski kylfingurinn Robert Karlson varð meðal 4 kylfinga sem deildu 6. sætinu á samtals 15 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Alastair Forsyth (1/27)
Skotinn Alastair Forsyth var sá síðasti af 27 strákum til þess að komast á Evrópumótaröðina og hljóta keppnisrétt þar árið 2014. Hann er einn af 6 strákum sem urðu í 22.-27. sæti í lokaúrtökumótinu í Girona, á Spáni, en það fór fram 10.-15. nóvember s.l. Lokaskor Forsyth var 9 undir pari, 419 högg (65 70 70 69 71 74) og það rétt dugði. Forsyth er fæddur 5. febrúar 1976 og því 37 ára. Hann er 1,88 á hæð og 89 kg. Sem stendur er hann nr. 843 á heimslistanum. Forsyth byrjaði 8 ára að spila golf, en aðalhvatamaður þess að hann tæki upp golfíþróttina var pabbi hans, Alex, sem þá var Lesa meira
Carlos del Moral efstur af 27 „nýjum strákum Evrópumótaraðarinnar“ í Q-school
Spænski kylfingurinn Carlos Del Moral varð efstur í lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór í Girona á Spáni dagana 10.-15. nóvember s.l. Alls komust 27 af 71 keppanda lokaúrtökumótsins inn á Evrópumótaröðina og mun Golf 1 vera með kynningu á „Nýju strákunum á Evrópumótaröðinni“ nú á næstu dögum, líkt og undanfarandi ár og verður fyrstur kynntur sá sem rétt slapp síðastur inn, sem að þessu sinni var Skotinn Alastair Forsyth. Þeir, sem náðu inn á Evrópumótaröðina að þessu sinni eru eftirfarandi: 1. sæti Carlos Del Moral – Spánn – 26 undir pari – (67 71 69 63 65 67) 2. sæti Fabrizio Zanotti – Paraguay – 21 undir pari – (66 Lesa meira
LPGA: Lexi sigraði í Mexíkó!
Það var hin 18 ára Lexi Thompson sem vann nú fyrir skömmu 3. titil sinn á LPGA mótaröðinni á Lorenu Ochoa Invitational á golfvelli Guadalajara Country Club í Guadalajara, Mexíkó. Lexi, sem er nr. 14 á Rolex-heimslista kvenna, vann mótið á samtals 16 undir pari, 272 höggum (72 64 67 69) og nokkuð ljóst að hún mun hækka á heimslistanum. Í 2. sæti varð nr. 3 á Rolex-listanum, Stacy Lewis, á samtals 15 undir pari. Mikil keppni var milli Lexi og Stacy á lokahringnum, en um Stacy sagði Lexi m.a. eftir að sigurinn var í höfn: „Stacy er ótrúlegur kylfingur. Ég vissi að hún gat gert atlögu að mér hvenær Lesa meira
Eiginkona Stenson: Emma Löfgren
Henrik Stenson, 37 ára, hitti ástina sína, Emmu Löfgren á golfvelli. Í dag eru þau gift og eiga tvö börn; 3 ára sonur Stenson fagnaði einmitt með pabba sínum í dag í Dubaí. Emma lék með golfliði South Carolina University, hún er frábær íþróttamaður og gat valið um aðrar íþróttagreinar, en hún heillaðist af golfi í háskóla. Emma er fædd í Norður-Svíþjóð og var mikið á skíðum í menntaskóla en eftir að hún fluttist til Bandaríkjanna og innritaðist í University of South Carolia snerist hugur hennar eins og segir allur að golfi. Í háskóla lagði Emma stund á PR og fjölmiðlafræði. Hún var einmitt að leika sér í golfi með Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Joyce Wethered – 17. nóvember 2013
Joyce Wethered, Lady Heathcoat-Amory fæddist 17. nóvember 1901 í Surrey á Englandi og dó í London 1 degi eftir 96 afmælisdag sinn, 1997 í London. Hún er álitin einn besti kvenkylfingur, sem Englendingar hafa átt. Í dag hefði Joyce átt 112 ára afmæli. Joyce og bróðir hennar Roger, en Roger var T-1 á Opna breska 1921 (hann tapaði síðan í bráðabana), lærðu að spila golf sem smábörn. Joyce vann Britsh Ladies Amateur Golf Championship 4 sinnum (1922, 1924, 1925, and 1929) og var enskur meisari kvenna 5 ár í röð (1920–24). Joyce giftist Sir John Heathcoat-Amory árið 1924 og varð þar eftir titluð Lady Heathcoat-Amorey. Leikur hennar og golfsveifla voru dáð af Bobby Lesa meira
Evróputúrinn: Hápunktar 4. dags í Dubaí – Högg 4. dags – Verðlaunaathöfnin – Myndskeið
Hér á eftir fara myndskeið af hápunktum lokahrings á lokadegi síðasta móts keppnistímabilsins 2013 á Evrópumótaröðinni. Til að sjá hápunkta 4. dags á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 4. dags á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá Verðlaunaathöfina á DP World Tour Championship 2013 SMELLIÐ HÉR:
Staðreyndir um sigur Stenson
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson sigraði í dag lokamót Evrópumótaraðarinnar 2013, DP World Tour Championship á Jumeirah golfstaðnum í Dubaí. Hér eru nokkrar staðreyndir um sigur Stenson: • Þetta er 8. sigur hans á Evrópumótaröðinni í 277. mótinu sem hann tekur þátt í á Evrópumótaröðinni. • Stenson er efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar, þ.e. The Race to Dubai, í fyrsta skipti á ferli sínum. • Hann heldur 3. sæti sínu á heimslistanum en minnkar bilið milli sín og Adam Scott sem er í 2. sæti. • Þetta er fyrsta sigur Stenson á Evrópumótaröðinni frá því hann sigraði á SA Open Championship árið 2012. • Þetta er besti árangur hans á Evrópumótaröðinni á 2013 Lesa meira
Evróputúrinn: Öruggur sigur Henrik Stenson í Dubaí
Henrik Stenson sigraði í lokamóti Evrópumótaraðarinnar, DP World Tour Championship nú í þessu og var sigur hans aldrei í hættu. Hann lék á samtals 25 undir pari, 263 höggum (68 64 67 64) – Á lokahringnum missti Stenson hvergi högg fékk 4 fugla á fyrri 9 og 2 fugla og glæsiörn á 18. á seinni 9. Glæsilegt þetta hjá Stenson …. sigur þrátt fyrir þrálát úlnliðsmeiðsli sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu!!! Stenson átti 6 högg á Ian Poulter, sem varð í 2. sæti á 19 undir pari, 269 höggum (69 68 66 66) og ljóst að það verður Ian Poulter, sem mun „vera þjónn“ Stenson í kvöld, Lesa meira










