Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2013 | 17:17

Eiginkona Stenson: Emma Löfgren

Henrik Stenson, 37 ára, hitti ástina sína, Emmu Löfgren á golfvelli.  Í dag eru þau gift og eiga tvö börn; 3 ára sonur Stenson fagnaði einmitt með pabba sínum í dag í Dubaí.

Henrik Stenson með soninn Kalle

Henrik Stenson með soninn Kalle

Emma lék með golfliði South Carolina University, hún er frábær íþróttamaður og gat valið um aðrar íþróttagreinar, en hún heillaðist af golfi í háskóla.

Golfbilljónamæringarnir sænsku Henrik og Emma

Golfbilljónamæringarnir sænsku Henrik og Emma

Emma er fædd í Norður-Svíþjóð og var mikið á skíðum í menntaskóla en eftir að hún fluttist til Bandaríkjanna og innritaðist í University of South Carolia snerist hugur hennar eins og segir allur að golfi.  Í háskóla lagði Emma stund á PR og fjölmiðlafræði.

Hún var einmitt að leika sér í golfi með vinum sínum þegar hún var kynnt fyrir Henrik árið 1996. Henrik elti hana til Suður-Karólínu og fékk leyfi Puggy Blackmon, þjálfara karlaliðs University og South Carolina, til þess að æfa með liðinu, til þess að hann gæti varið meiri tíma með Emmu, í frítímum þeirra.

Emma Löfgren - eiginkona Stenson

Emma Löfgren – eiginkona Stenson

Emma var í All-Southeastern Conference golfliðinu í háskóla árið 1999. Meðal besta árangurs hennar í háskólagolfinu er að verða nr. 3 í  einstaklingskeppninnni í Lady Gamecock Classic mótinu árið 1999.  Eftir útskrift sneri hún aftur til Svíþjóðar þar sem hún starfaði sem golfleiðbeinandi í hinum fræga Barsebäck Golf & Country Club.

Emma og Henrik Stenson

Emma og Henrik Stenson

Henrik og Emma giftust 10 árum eftir að þau kynntust í desember 2006 og 2. júlí 2007 fæddist þeim dóttirin Lisa og síðan fylgdi Karl, eða Kalle litli í mars árið 2010.

Emma og Henrik búa í Flórída, en þau fara heim til Svíþjóðar að heimsækja fjölskylduna a.m.k. 1 sinni á ári og elska að leika sér á skíðum og snjósleðum í vetrarbústað sínum í Tärnaby.

Emma og krakkarnir reyna að fara á flest mót, sem Henrik keppir á.

Fjölskyldan fylgir Stenson á eins mörg golfmót og hún kemst á

Fjölskyldan fylgir Stenson á eins mörg golfmót og hún kemst á. F.v.: Lisa, Henrik, Kalli littli og Emma