Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2013 | 09:30

PGA: Harris English sigraði á OHL Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Harris English, sem stóð uppi sem sigurvegari í OHL Classic mótinu í Mayakoba, í Mexíkó í nótt.

English lék á samtals 21 undir pari, 263 höggum (68 62 68 65).  Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Harris English með því að SMELLA HÉR: 

Hann átti 4 högg á þann sem næstur kom Brian Stuard sem lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (65 70 65 67).

Þrír kylfingar deildu síðan 3. sætinu þeir Rory Sabbatini, Chris Stoud og Jason Bohn.

Sænski kylfingurinn Robert Karlson varð meðal 4 kylfinga sem deildu 6. sætinu á samtals 15 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á OHL Classic at Mayacoba mótinu í Mexíkó SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokadagsins á OHL Classic SMELLIÐ HÉR: