Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2013 | 07:30

Carlos del Moral efstur af 27 „nýjum strákum Evrópumótaraðarinnar“ í Q-school

Spænski kylfingurinn Carlos Del Moral varð efstur í lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór í Girona á Spáni dagana 10.-15. nóvember s.l.

Alls komust 27 af 71 keppanda lokaúrtökumótsins inn á Evrópumótaröðina og mun Golf 1 vera með kynningu á „Nýju strákunum á Evrópumótaröðinni“ nú á næstu dögum, líkt og undanfarandi ár og verður fyrstur kynntur sá sem rétt slapp síðastur inn, sem að þessu sinni var Skotinn Alastair Forsyth. Þeir, sem náðu inn á Evrópumótaröðina að þessu sinni eru eftirfarandi:

1. sæti Carlos Del Moral – Spánn – 26 undir pari – (67 71 69 63 65 67)
2. sæti Fabrizio Zanotti – Paraguay – 21 undir pari – (66 70 67 68 68 68)
3. sæti Marco Crespi – Ítalía – 15 undir pari – (71 70 67 68 67 70)
4. sæti Gary Stal – Frakkland – 14 undir pari – (71 68 69 68 68 70)
5.-7. sæti Mikael Lundberg – Svíþjóð – 13 undir pari –
5.-7. sæti Adrien Saddier – Frakkland – 13 undir pari –
5.-7. sæti John Hahn – Bandaríkin – 13 undir pari –
8.-11. sæti Connor Arendell – Bandaríkin – 12 undir pari –
8.-11. sæti Wade Ormsby – Ástralía – 12 undir pari –
8.-11. sæti Stuart Manley – Wales – 12 undir pari –
8.-11. sæti James Morrison – England – 12 undir pari –
12.-16. sæti James Heath – England – 11 undir pari –
12.-16. sæti Simon Wakefield – England – 11 undir pari –
12.-16. sæti Jens Dantrop – Svíþjóð – 11 undir pari –
12.-16. sæti Brinson Paolini – Bandaríkin – 11 undir pari –
12.-16. sæti Patrik Sjöland – Svíþjóð – 11 undir pari –
17.-21. sæti Kevin Phelan – Írland –  10 undir pari –
17.-21. sæti Andreas Hartö  – Danmörk –  10 undir pari –
17.-21. sæti Daniel Brooks – England –  10 undir pari –
17.-21. sæti Thomas Pieters – Belgía –  10 undir pari –
17.-21. sæti Lucas Bjerregaraard – Danmörk –  10 undir pari –
22.-27. sæti Jason Knutzon – Bandaríkin –  9 undir pari –
22.-27. sæti Mikko Kjörhonen – Finnland –  9 undir pari –
22.-27. sæti Estanislao Goya – Argentína –  9 undir pari –
22.-27. sæti Jack Doherty – Skotland –  9 undir pari –
22.-27. sæti Adam Gee – England –  9 undir pari –
22.-27. sæti Alastair Forsyth – Skotland –  9 undir pari –

Sjá má úrslitin í heild á lokaúrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: 

Margt af ofangreindum verðandi korthöfum á Evróputúrnum eru ekki nýir af nálinni. Margir þeirra hafa áður tekið þátt í Q-school með góðum árangri og hafa í kjölfarið spilað á Evrópumótaröðinni og nægir þar t.a.m. að nefna Skotann Alastair Forsyth, sem sigraði í Q-school 1999 og Englendinginn Simon Wakefield, sem varð í 1. sæti í Q-school í Girona, árið 2010.

Ef ofangreint er skoðað sést að tveir efstu Carlos Del Moral og Fabrizio Zanotti hafa algera yfirburðarstöðu, (enda hafa báðir spilað á Evrópumótaröðinni áður og tekið þátt í Q-school áður) þ.e heimamaðurinn Del Moral á 5 högg á Zanotti, sem er í 2. sæti og Zanotti á síðan 6 högg á Marco Crespi í 3. sæti. Hins vegar eru keppendur fremur jafnir í næstu sætum; þannig munar „aðeins“ 6 höggum á 3. og 27. sæti og aðeins 4 höggum á 5. og 27. sæti.
Norski frændi okkar Espen Kofstad, Tjaart van der Walt frá Suður-Afríku og Edouard Espana frá Spáni voru næstir inn og munaði aðeins 1 höggi að þeir hlytu kortin sín á Evrópumótaröðinni, fyrir keppnistímabilið 2014.

Ofangreindir 27 kylfingar eru með 15 mismunandi ríkisföng: England (5), Bandaríkin (4), Svíþjóð (3), Danmörk (2), Frakkland (2), Skotland (2), Argentína, Ástralía, Belgía, Finnland, Írland, Ítalía, Paragvæ, Spánn og Wales (1 hvert land).

Athygli vekur hversu margir Bandaríkjamenn reyndu í ár og tókst að komast inn á Evrópumótaröðina eða 4 talsins.

Af þeim 27 sem náðu inn var Frakkinn Adrien Saddie, yngstur eða 21 árs og  Patrik Sjöland frá Svíþjóð elstur eða 42 ára.

Alls voru það 968 sem tóku þátt í úrtökumótum til þess að reyna að komast inn á Evrópumótaröðina, þar af léku 770 á 1. stigi. Aðeins ofangreindu 27 komust alla leið.

Fjórir Íslendingar reyndu fyrir sér á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina: Birgir Leifur HafþórssonÓlafur Björn Loftsson, Ólafur Már Sigurðsson, Þórður Rafn Gissurarson.  Aðeins Birgir Leifur keppti á 2. stigi úrtökumótsins – hinir íslensku keppendurnir duttu út á 1. stigi. M.ö.o. enginn spilaði á 3. stiginu – lokaúrtökumótinu.

Aðeins 6 af kylfingunum 27, sem hlutu kortin sín á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school, tóku þátt í öllum þremur stigum úrtökumótsins þ.e. Adrien SaddierConnor Arendell, Jack Doherty, John Hahn, Kevin Phelan og  Thomas Pieters.

7 kylfingar kepptu á 2. stigi úrtökumótsins og 14 komu inn á lokaúrtökumótinu, sem sýnir að meira en helmingur af þeim sem náðu inn á Evrópumótaröðina í ár hefir spilað þar áður.

Eins og segir mun Golf 1 hefja kynningu á kylfngunum 27, sem komust inn á Evrópumótaröðina 2014 í gegnum Q-school þ.e.a.s. í gegnum úrtökumótin og verður byrjað á þeim sem varð í 27. sætinu Alastair Forsyth og endað á sigurvegaranum Carlos Del Moral.