
Evróputúrinn: Öruggur sigur Henrik Stenson í Dubaí
Henrik Stenson sigraði í lokamóti Evrópumótaraðarinnar, DP World Tour Championship nú í þessu og var sigur hans aldrei í hættu.
Hann lék á samtals 25 undir pari, 263 höggum (68 64 67 64) – Á lokahringnum missti Stenson hvergi högg fékk 4 fugla á fyrri 9 og 2 fugla og glæsiörn á 18. á seinni 9. Glæsilegt þetta hjá Stenson …. sigur þrátt fyrir þrálát úlnliðsmeiðsli sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu!!!
Stenson átti 6 högg á Ian Poulter, sem varð í 2. sæti á 19 undir pari, 269 höggum (69 68 66 66) og ljóst að það verður Ian Poulter, sem mun „vera þjónn“ Stenson í kvöld, þegar sigurhátíðin fer fram og bera honum drykki – en út á það gekk veðmál milli þeirra kappa þ.e. að sá sem yrði lægri á skortöflunni i í mótinu, yrði að vera þjónn hins á lokahátíðinni!
Í viðtali við Poulter eftir að hann lauk við hringinn var hann brosandi og sagði að Stenson myndi örugglega bara létta að hafa unnið veðmálið (upp á $ 100), Poulter hefði gert honum erfitt fyrir síðustu vikurnar, en nú væri bara ljóst að Stenson væri besti kylfingur á plánetunni!!!
Síðan flaut kampavínið yfir Stenson… sem Poulter þurrkaði af honum með hvítum vasaklút, þjónsstörfin greinilega hafin!!!
Í 3. sæti varð franski kylfingurinn Victor Dubuisson, á samtals 17 undir pari, 271 höggi (70 68 64 71).
Í 4. sæti varð síðan Hollendingurinn „fljúgandi“ Joost Luiten, á 16 undir pari, 272 höggum, en Luiten er búinn að eiga feykigott ár á Túrnum.
Þrír stórkylfingar deildu síðan 5. sæti Rory McIlroy, Luke Donald og Lee Westwood, allir á samtals 15 undir pari og 8. sætinu deildu seiga, gamla brýnið Miguel Ángel Jiménez og Jamie Donaldson, báðir á 14 undir pari, hvor.
Loks mætti taka fram að gaman var að sjá íslenska fánann meðal áhorfenda í áhorfendastúkunni – greinilega Íslendingar að fylgjast með lokahringnum!
Til þess að sjá lokastöðuna á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022