
LPGA: Lexi sigraði í Mexíkó!
Það var hin 18 ára Lexi Thompson sem vann nú fyrir skömmu 3. titil sinn á LPGA mótaröðinni á Lorenu Ochoa Invitational á golfvelli Guadalajara Country Club í Guadalajara, Mexíkó.
Lexi, sem er nr. 14 á Rolex-heimslista kvenna, vann mótið á samtals 16 undir pari, 272 höggum (72 64 67 69) og nokkuð ljóst að hún mun hækka á heimslistanum.
Í 2. sæti varð nr. 3 á Rolex-listanum, Stacy Lewis, á samtals 15 undir pari.
Mikil keppni var milli Lexi og Stacy á lokahringnum, en um Stacy sagði Lexi m.a. eftir að sigurinn var í höfn:
„Stacy er ótrúlegur kylfingur. Ég vissi að hún gat gert atlögu að mér hvenær sem er á hringnum. Þegar hún saxaði 2 högg á mig ég held á 12. þá vorum við jafnar. Ég vissi að ég yrði að fá fugla þarna, því ef hún dettur í stuð þá er ekkert sem stoppar hana.“
Í 3. sæti varð So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, á samtals 13 undir pari.
Í 4. sæti varð svo nr. 1 á Rolex-listanum Inbee Park á samtals 11 undir pari og 5. sætinu deildu þær Suzann Pettersen (nr. 2 á Rolex-heimslistanum) og Pornanong Phatlum, frá Thaílandi, sem leiddi eftir 1. mótsdag.
Af ofangreindu sést að Lexi hafði betur en 3 bestu kvenkylfingar heims – glæsilegt frá þessari ungu stúlku frá Coral Springs í Flórída!!!
Til þess að sjá lokastöðuna á Lorena Ochoa Invitational SMELLIÐ HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi