Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2013 | 07:00

LPGA: Sandra Gal enn efst e. 2. dag

Sandra Gal leiðir enn eftir 2. hring á CME Group Titleholders mótsins. Mótið fer fram í Naples í Flórída og það er NY Choi sem á titil að verja. Gal er samtals búin að spila á 11 undir pari, 133 höggum (64 69). Í 2. sæti er Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu, 3 höggum á eftir Gal. Þriðja sætinu deila síðan 3 kylfingar: Cristie Kerr, Pornanong Phattlum og Gerina Piller, allar á 6 undir pari, hver. Til þess að sjá heildarstöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 22:30

Málþing um „Golf sem lífstíl“ – stutt samantekt

Í upphafi skyldi endinn skoða. Í kvöld var haldið stórskemmtilegt málþing á vegum GSÍ, sem bar yfirskriftina „Golf sem lífstíll“ með 5 fyrirlesurum, ávarpi forseta GSÍ, Jóns Ásgeirs Eyjólfssonar í upphafi og samantekt varaformanns GSÍ, Hauks Arnar Birgissonar í lokin. Hér verður tæpt á samantekt Hauks Arnar, sem býður sig fram til forseta GSÍ á Golfþingi á morgun.   Golf 1 mun fjalla ítarlegar um fyrirlestra einstakra fyrirlesara á næstu dögum. Haukur Örn byrjaði á að fara yfir langan og fróðlegan fyrirlestur formanns R&A 2013, Pierre Bechmann. Það sem Hauki Arnari fannst athyglivert í fyrirlestri Bechmann er að R&A gerir ekkert nema að vera beðið um það, R&A taka ekki að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 21:00

Það munaði 6 höggum hjá Birgi Leif

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék í dag lokahringinn á  II. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina. Leikið var á Southern Hills Plantation vellinum í Flórída, dagana 19.-22. nóvember, en alls eru mótin á II. stigi, sex. 19 efstu og þeir sem eru jafnir í 19. sæti héldu áfram á lokaúrtökumótið.  Reyndar voru það þeir sem voru í 16.-21. sæti sem komust áfram í reynd og spiluðu þeir allir á samtals 9 undir pari, hver. Birgir Leifur lék á  3 undir pari, 285 höggum (69 73 71 72) og munaði því 6 höggum á að Birgir Leifur kæmist í lokaúrtökumótið fyrir Web.com mótaröðina. Til þess að sjá úrslit úrtökumótsins á Southern Hills Plantation SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 20:00

Charl Schwartzel og Marco Crespi leiða eftir 2. dag SA Open

Það eru heimamaðurinn og Masters sigurvegarinn Charl Schwartzel  og Ítalinn Marco Crespi sem leiða eftir 2. dag SA Open. Báðir eru búnir að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum; Schwartzel (67 65) og Crespi (65 67). Í 3. sæti er Morten Örum Madsen á 11 undir pari, 133 höggum og í 4. sæti er heimamaðurinn Christian Basson á 10 undir pari, 134 höggum. Í 5. sætinu er síðan Englendingurinn James Morrison og heimamaðurinn Jbe Kruger á samtals 9 undir pari hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á SA Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Emma Cabrera-Bello – 22. nóvember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Emma Cabrera Bello. Emma er fædd 22. nóvember 1985 og á því 28 ára afmæli. Emma byrjaði að spila golf 5 ára og býr nálægt Maspalomas golfvellinum, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. Hún er samt félagi í fínasta golfklúbbnum á Gran Kanarí: Real Club de Golf de Las Palmas, en völlur klúbbsins er byggður ofan í eldfjallagíg.  Meðal áhugamála afmælisbarnsins er lestur góðra bóka, að vera á skíðum hvort heldur svig eða vatns-, henni finnst auk þess gaman að fara í kynnisferðir til að kynna sér nýja staði sem hún ferðast til. Bróðir Emmu er Rafael, sem spilar á Evrópumótaröðinni. Emma er með gráðu í viðskiptafræði og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 08:03

Framkvæmdastjóri Reuters spilaði golf hér á landi, skrifaði grein þar um og ræddi við varaforseta GSÍ – Hauk Örn Birgisson

Framkvæmdastjóri Reuters, Paul Ingrassia, hafði aldrei spilað golf hérlendis þar til s.l. sumar … og honum líkaði vel ef marka má grein sem hann skrifaði um upplifun sína.  Hana má lesa með því að SMELLA HÉR:  Þar segir hann Bandaríkjamönnum frá 322.000 manna þjóðinni norður í Atlantshafi, þar sem um 10% íbúa spila golf á 65 golfvöllum landsins, sem sé mesti fjöldi golfvalla á íbúa í heiminum.  Auk þess virðist það heilla hann að fleiri á Íslandi spili golf per höfðatölu en á Bretlandi eða Bandaríkjunum. Hann telur veðráttuna  hentuga fyrir golfbrautir hér á landi og virðist almennt hrifinn af þeim völlum, sem hann spilaði á þ.e.. Hvaleyrina , Urriðavöll Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 08:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Estanislao Goya (4/27)

Argentínski kylfingurinn Estanislao Goya er einn af 6 kylfingum, sem rétt náðu að krækja sér í kortið sitt á Evrópumótaröðina 2014, eftir að hafa landað 22.-27. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar í Girona á Spáni, sem fram fór 10.-15. nóvember s.l. Goya lék á 9 undir pari, 419 höggum (66 70 67 73 72 71). Estanislao eða Tano eins og hann er alltaf kallaður fæddist 1. júní 1988 í Cordóba í Argentínu og er því 25 ára. Hann á þekkta kærustu, dóttur fyrrum rótara Bítlanna, Carly Booth, sem spilar á LET. Í Q-school að þessu sinni gekk ekki eins vel og í fyrra en þá varð Tano meðal 4 efstu. En Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 07:30

Björn efstur í hálfleik í Ástralíu

Daninn Thomas Björn leiðir einn þegar ISPS Handa heimsmótið í Melbourne, Ástralíu er hálfnað. Hann er samtals búinn að spila á 8 undir pari 134 höggum (66 68). Í 2. sæti er Kevin Streelman, sem deildi fyrsta sætinu með Björn í gær, en nú er Streelman 1 höggi á eftir á samtals 7 undir pari, 135 höggum (66 69). Þriðja sætinu deila síðan þeir Ricardo Santos frá Portúgal og Ástralinn Jason Day, sem missti fjölda ættingja í fellibyl á Filippseyjum. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 4 undir pari, 138 höggum, hvor. Til þess að sjá heildarstöðuna á ISPS Handa heimsmótinu í Melbourne SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 07:00

Tyrkir vilja Ryder Cup 2022

Tyrkir vilja fá að halda Ryder Cup árið 2022. Á næsta ári, 2014, fer Ryderbikarskeppnin fram í Gleneagles í Skotlandi, 2016 fer keppnin fram í Bandaríkjunum (Hazletine National GC, í  Minnesota) en álfurnar skiptast á um að halda mótið. Árið 2018 fer mótið fram á Le Golf National golfvellinum í París og svo 2020 er mótið aftur í Bandaríkjunum (Whistling Straits, í Kohler, Wisconsin). Næsta ár sem keppt verður og ekki er búið að ákveða mótsstað á í Evrópu er því árið 2022. Tyrkir héldu nú nýlega veglegt mót, Turkish Airlines Open og var mótið hluti af Evrópumótaröðinni.  Buðu þeir m.a. Tiger Woods með ærnum tilkostnaði til þess að gera Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 06:30

Málþing GSÍ: „Golf sem lífstíll“

Í dag hefst málþingið „Golf sem lífstíll“ á vegum GSÍ, kl. 17:00 í Íþrótta og sýningarhöllinni í Laugardal. Aðgangur er opinn og öllum opinn. Aðalfyrirlesari er hr. Pierre Bechmann, formaður R&A 2013  Brynjólfur Mogensen læknir, Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Eggert Eggertsson lyfjafræðingur og Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ. · Kl.17:00 Ávarp forseta GSÍ, Jón Ásgeir Eyjólfsson. · Kl.17:10 Lífstíll í 260 ár. Mr. Pierre Bechmann, formaður R&A 2013. · Kl.17:50 Fyrirspurnir til Mr. Pierre Bechmann. · Kl.18:15 Forvarnargildi golfíþróttarinnar, Brynjólfur Mogensen. · Kl.18:30 Golfvöll í hvert sveitarfélag, Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ. · Kl.18:45 Golf í heilsueflandi samfélagi. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. · Kl.19:00 Í sátt við Lesa meira