Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 21:00

Það munaði 6 höggum hjá Birgi Leif

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék í dag lokahringinn á  II. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina.

Leikið var á Southern Hills Plantation vellinum í Flórída, dagana 19.-22. nóvember, en alls eru mótin á II. stigi, sex.

19 efstu og þeir sem eru jafnir í 19. sæti héldu áfram á lokaúrtökumótið.  Reyndar voru það þeir sem voru í 16.-21. sæti sem komust áfram í reynd og spiluðu þeir allir á samtals 9 undir pari, hver.

Birgir Leifur lék á  3 undir pari, 285 höggum (69 73 71 72) og munaði því 6 höggum á að Birgir Leifur kæmist í lokaúrtökumótið fyrir Web.com mótaröðina.

Til þess að sjá úrslit úrtökumótsins á Southern Hills Plantation SMELLIÐ HÉR: